fbpx

TRENDNÝTT

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir ný verk

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir  á laugardaginn sýninguna Dísablót þar sem sýnd verða tvö ný dansverk; Verk nr. 1 og Pottþétt myrkur. Bæði verkin eru samin af íslenskum samtímadanshöfundum við nýja íslenska tónlist en nýsköpun í dansi og tónlist er það sem einkennir sýningarárið hjá Íslenska dansflokknum.

Dísablót er frumsýnt 17. Nóvember á sviðslistahátíðinni SPECTACULAR. Sýnt er á Nýja sviði Borgarleikhússins og eru aðrar sýningar 18/11, 29/11, 2/12 og 9/12. Í lok sýningarinnar 18. nóvember verður boðið upp á listamannaspjall með dönsurum og öðrum aðstandendum.

Við hvetjum ykkur til að mæta!

//TRENDNET

KATE MOSS Í "ÍSLENSKRI" HÖNNUN

Skrifa Innlegg