fbpx

TRENDNÝTT

HVERNIG ER HÆGT AÐ AUKA ÖRYGGI SITT Á INSTAGRAM?

Vegna umræðu sem nú á sér stað í þjóðfélaginu varðandi netöryggi ákváðum við að taka saman nokkra góða punkta varðandi það hvernig hægt er að auka öryggi sitt – á Instagram og geta þessi ráð einnig átt við aðra miðla.

Hægt er að kynna sér gagnlegar upplýsingar um örugga net- og samfélagsmiðlanotkun inná www.112.is/öryggi á netinu. Þarna eru til dæmis leiðbeiningar um hvernig fólk getur stillt á tvöfalda auðkenningu og haldið utan um lykilorð með öruggum hætti. Lestu einnig meira hér að neðan!

Í stuttu máli – ráð frá 112 / öryggi á netinu

  • Notaðu einkaham á vafranum eða hreinsaðu vefsíður úr sögunni sem þú vilt ekki að aðrir sjái.
  • Notaðu örugg lykilorð sem aðeins þú veist um.
  • Ekki deila staðsetningu þinni á símanum, samfélagsmiðlum og öðrum öppum.
  • Passaðu að óviðkomandi hafi ekki aðgang að persónulegum upplýsingum gegnum fjármálaforrit, dagatöl eða önnur öpp.
  • Passaðu að tölvupóstforrit séu ekki að áframsenda póstinn þinn.
  • Hafðu slökkt á Bluetooth á símanum þínum.

 

Einnig… má bæta við það sem ekki kemur fram á 112 heimasíðunni að hægt er að skoða stillingar (settings) inni í Instagram forritinu og undir security má finna Emails from Instagram, þar sérð þú öll email sem forritið hefur sent þér, svo ef þú hefur fengið tölvupóst frá Instagram varðandi t.d. það að einhver erlendis hafi reynt að komast inná aðganginn þinn og þú eigir að smella á hlekk til að tryggja aðganginn! Þrátt fyrir að vera frá traustvekjandi Instagram tölvupósti – ef þú finnur það ekki inni í appinu þá er tölvupósturinn sem þú fékkst að öllum líkindum ekki öruggur.

Skiptu reglulega um lykilorð og skrifaðu þau hjá þér í bók, og aldrei nota sama lykilorð á tölvupóst og á samfélagsmiðla. Hafðu lykilorðin löng og alltaf bæði bókstafi,  sérstök tákn eða tölustafi.

Við mælum einnig með að nota tveggja þátta innskráningu á Instagram sem þú finnur undir settings – security – two factor authentication, og mælir Instagram með appi sem heitir Duo app.

Aldrei gefa þriðja aðila (vefsíður og leikir) aðgang að samfélagsmiðla aðganginum þínum. Varðandi bloggara þá getur þetta t.d. átt við forrit sem draga úr leikjum og er gjarnan notað. Hægt er að renna yfir hvaða forrit hafa aðgang að þínum miðli á Facebook undir settings – permissions – apps and websites / instant games. Það gæti komið þér á óvart að finna þarna leiki eða vefsíður sem eru með virkan aðgang að þínum gögnum síðan fyrir mörgum árum.

Við vonum svo sannarlega að þessi ráð komi sér vel, og að við eigum öruggari samfélagsmiðla hér eftir.

//

TRENDNET

Sif Benedicta x Brynja Skjaldar sameina krafta sína

Skrifa Innlegg