COS hélt hanastéls veislu í húsnæði sínu við Hafnartorg til þess að fagna því að COS hefur opnað fyrstu verslun sína í Reykjavík.
Gestir frá heimi menningar, tísku, lista og hönnunar komu saman til þess að skoða vor og sumarlínur COS 2019. Um leið fengu þeir tækifæri til þess að kynna sér húsnæði COS sem fylgir fagurfræði fyrirtækisins um hagnýta og yfirvegaða hönnun sem römmuð er inn af stórum gluggum sem ná frá gólfi til lofts.
Sjáið myndirnar úr veislunni –
Verslunarrými COS er staðsett á hinu nýja og glæsilega Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Rýmið er á tveimur hæðum og er 599 fermetrar að stærð og býður upp á hönnun fyrir konur, herra og börn. . Hönnun verslunarrýmisins fangar fagurfræðina sem COS aðhyllist með áherslu á notagildi og tímalausa en í senn nútímalega hönnun sem stórir sýningargluggar ramma inn.
COS er alþjóðleg verslunarkeðja en fyrsta verslunin opnaði í Bretlandi árið 2007. Keðjan hefur á undanförnum árum teygt anga sína víða um heim en alls eru reknar hátt í 200 COS verslanir í 34 löndum. Markmið og hugmyndafræði COS er í grundvallaratriðum að bjóða upp á hágæða tískufatnað sem samanstendur af lykilflíkum í bland við nýjar nálganir á klassísk snið. COS notar hefðbundnar aðferðir og nýja tækni til að skapa látlausan og endingargóðan klæðnað. COS hefur frá upphafi lagt mikinn metnað í stuðning við listalífið og hefur att samvinnu við og stutt bæði þekkta sem og upprennandi listamenn, gallerí og skapandi vinnustofur. COS hefur meðal annars unnið að verkefnum með The Serpentine Galleries í London, The Guggenheim í New York, Frieze London og New York og Design Miami. Meðal listamanna sem COS hefur unnið með eru Sanarkitecture, Sou Fujimoto, Studio Swine, The Donald Judd Foundation of AFSO/ ANDRÉ FU.
// TRENDNÝTT
Skrifa Innlegg