Mikið fjör var á opnunarfögnuði Gló á Engjateig í Listhúsinu sem haldinn var í vikunni sem leið. Crossfit stjarnan Annie Mist mætti ásamt unnusta sínum Frederik, okkar eigin hetjur, Arnhildur Anna og Beggi Ólafs létu sjá sig ásamt mörgum öðrum góðum gestum. Staðurinn sem svo margir hafa saknað hefur opnað á ný!
“Staðurinn er sérstaklega barnvænn, gott aðgengi og notaleg stemming fyrir alla aldurshópa” segir Dagný, framkvæmdastýra Gló.
Gestir smökkuðu gómsætan mat og skáluðu í íslenskt kombucha.
Gló á Engjateig verður með sérstaka áherslu á grænkerafæði og býður einnig upp á veglegan barnaseðil – fjölskyldufólk ætti því að fjölmenna. Hönnun staðarins er einnig einstaklega vel heppnuð. Á boðstólnum verða morgunskálar allan daginn og gómsætar vegan súrdeigspizzur.
STRESSED SPELLED BACKWARDS IS DESSERTS
Nýi girnilegi Gló matseðillinn hefur strax vakið mikla lukku og er staðurinn opinn 11-17 virka daga.
Trendnet óskar vinum okkar á Gló til hamingju með vel heppnaðan stað!
//TREDNDET
Skrifa Innlegg