fbpx

TRENDNÝTT

HRÍSLA KOMIN Í SAMBÚÐ

KYNNING

Verslunin Hrísla selur leikföng og barnavörur sem unnin eru úr hágæða efni, eru eiturefnalaus, umhverfisvæn og framleidd við umhverfisvænar og sjálfbærar aðstæður. Verslunin er stofnuð af tveimur frænkum, þeim Þurý og Hörpu, sem deila  sameiginlegum áhuga á uppeldi barna og umhverfisvernd. Harpa er með áralanga reynslu af störfum á leikskóla og útskrifast sem þroskaþjálfi í vor og Þurý er viðskipta- og markaðsfræðingur og mynduðu þær því gott teymi fyrir þetta verkefni.

Frænkurnar, sem báðar eru mæður, höfðu lengi hugleitt hversu mikið af leikföngum í verslunum væru úr óumhverfisvænum efnum og viðskiptavinurinn hefur ekki hugmynd um hvar og hvernig þau eru framleidd. Í framhaldinu skoðuðu þær markaðinn og komust að því að það var mikil vöntun á þessum vörum – umhverfisvænum barnavörum.

Hrísla varð að veruleika sem netverslun og hefur fengið frábærar viðtökur frá ánægðum viðskiptavinum og hefur verslunin verið vinsæll viðkomustaður fyrir t.d. afmælis- , skírnar- eða jólagjafir. Verslunin flytur inn fjölda vörumerkja og má þar m.a. nefna Triclimb þríhyrninginn sem hefur slegið í gegn en merkið er CE vottað og öryggisprófað. Þá má nefna Plan Toys leikföngin en þar er unnið markvisst að því að framleiða hágæða viðarleikföng  með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærni og umhverfisvernd. Í leikföngunum frá Plan Toys eru engin eiturefni, náttúruleg litarefni og lögð er mikil áhersla á að endurnýta allt sem fellur til í framleiðsluferlinu.

Hrísla tók nýlega næsta skref og opnaði Sambúðina í samstarfi við 3 aðrar umhverfisvænar verslanir. Sambúðin er ný og spennandi samstarfsverslun að Sundaborg 1, 2. hæð. Það eru verslanirnar Hrísla, Modibodi, Lauuf og Mena sem mynda Sambúðina og þar finna viðskiptavinir umhverfisvænar vörur fyrir líkama, heimili, heilsu, börn og margt margt fleira.

Við hvetjum ykkur til að kíkja í heimsókn til þessara framtaksömu og duglegu kvenna í Sundaborg, skoðið nánar: HÉR eða með þvi að smella á myndna hér að neðan:

//TRENDNET

JÓLASÖLUSÝNINGIN ÉG HLAKKA SVO TIL OPNAR Í DAG

Skrifa Innlegg