fbpx

TRENDNÝTT

HREINSUM STRENDUR LANDSINS

FÓLK

Hópurinn Beach Clean Up Iceland og DIVE.is standa fyrir strandhreinsunum á Íslandi um þessar mundir. Verkefnið hófst í Garði þar sem bjórdósir, blautþurrkur, bein og bílhúdd voru plokkuð upp. Næst taka þau fyrir Silfru og nærliggjandi umhverfi  hennar og öllum er velkomið að taka þátt.  Trendnet heyrði í Fríðu Líf Vignisdóttur forsprakka verkefnisins sem tók hugmyndina með sér frá Filippseyjum þar sem hún stundaði kafaranám.

Hverjir standa á bakvið Strandhreinsunarverkefnið á Íslandi?
Þeir sem standa á bakvið verkefnið er ég, Dive.is og Blái Herinn.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að hefjast handa?
Í rauninni hefur þetta alltaf verið planið að gera svona verkefni á Íslandi eftir að ég kom frá Filippseyjum, með minnkandi ferðamönnum núna í ljósi aðstæðna höfum við loksins tíma til þess að gera þetta sem teymi.

Hvenær er næsta hreinsun og hvar?

Næsta hreinsun verður vikuna 25.-29. maí og verður á miðvikudegi eða föstudegi eftir veðri. Öllum sem mæta verður boðið í grill eftir að verkinu er lokið. Hún verður haldin í Silfru og umlykjandi svæðið á Þingvöllum þar sem við fáum aðstoð landvarða við hreinsun.
Kafarar taka Silfru hreinsun eftir skipulagi og aðrir sjálfboðaliðar koma til með að hreinsa landið.


Geta allir verið með?

Allir geta verið með og í Garði voru 2 börn með mömmu sinni sem fannst verkefnið áhugavert og skemmtilegt. Það er mjög mikilvægt að virkja börn í að hugsa vel um jörðina.

Framtíðarsýn?
Við vonumst til þess að geta gert þessar hreinsanir einu sinni í mánuði og okkur langar svo að heimsækja sömu staði einu ári seinna til þess að athuga breytingar. Kortleggingin er ótrúlega mikilvæg því við sendum okkar niðurstöður til Project Aware á vegum PADI (Alþjóðleg köfunarsamtök).


Trendnet hvetur lesendur til að leggja sitt að mörkum og mælir með að áhugasamir fylgist með Facebook hóp verkefnisins HÉR

Áfram Ísland!
//
TRENDNET

NÚ ER OPIÐ ALLAN SÓLAHRINGINN Í KRINGLUNNI

Skrifa Innlegg