fbpx

TRENDNÝTT

H&M og JOHANNA ORTIZ TILKYNNA ELDHEITT OG LITRÍKT SAMSTARF

KYNNING

H&M tilkynnir spennandi hönnunarsamstarf við kólumbíska fatahönnuðinn Johönnu Ortiz. Línan samanstendur af flíkum í fallegum og björtum litum, rómantísku blómamynstri og glæsilegum teikingum eftir Ortiz sjálfa. Fyrsti hluti línunni, svokallað „pre-drop” samanstendur af fjórum kjólum sem fara í sölu í byrjun desember en heildarlínan verður fáanleg í byrjun mars 2020. Bæði pre-drop og heildarlínan verður fáanleg í öllum verslunum H&M á Íslandi, í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi.

„Munstrin koma frá ást minni á blómunum, pálmatrjám og litadýrð. Ég er svo heppin að fá að sjá þetta allt þegar ég vakna á morgnanna og horfi út um gluggann heima í Kólumbíu. Það er magnað að hugsa til þess þetta samstarf gerir okkur kleift að ná til kvenna um allan heim og að þær geti átt þess kost að eignast kólumbíska hönnun “ segir Ortiz.

„Að uppgötva heim glæsilegrar hönnunar Jóhönnu Ortiz, notkun hennar á litum og framúrskarandi hæfileika hennar í að teikna hefur verið mikil upplifun fyrir allt hönnunarteymið okkar. Þau hafa unnið náið með Jóhönnu í gegnum allt ferlið og notið gestrisni hennar á fallega heimili Oritz í Cali, Kólumbíu. Við erum spennt að geta fagnað ríkri sögu og handverki frá Kólumbíu og kynnt sérstaka hönnun hennar fyrir viðskiptavinar H&M, “ segir Maria Östblom, yfirmaður kvenfatahönnunar hjá H&M.

Línan kemur í sölu fyrstu vikuna í desember.

//
TRENDNET

GJAFALEITIN BYRJAR HÉR ..

Skrifa Innlegg