Gamla rakarastofan á Klapparstíg er nú nýtt heimili fatahönnunarmerksins AS WE GROW sem selur hágæða fatnað fyrir börn og fullorðna. Íslenska As We Grow hefur flutt sig um set og stendur nú í þessu sögulega rými sem við mælum með að heimsækja. Verslunin bíður til veislu á HönnunarMars þegar þau kynna nýjustu barnafatalínu merkisins, Spor í söguna, með tískusýningu í bakgarði og sporstofu þar sem hverjum og einum gefst tækifæri á að gera sína As We Grow flík enn persónulegri með því að bæta við hana einstökum útsaumi – heillandi!
Trendnet tók forskot á sæluna þegar við kíktum í heimsókn og skoðuðum nýja gullfallega rýmið. Sjón er sögu ríkari –
Hugmyndin að íslenska hönnunarfyrirtækinu AS WE GROW kviknaði út frá peysu sem reykvísk móðir í fjölskyldunni prjónaði á son sinn og var notuð í áraraðir, á milli kynslóða og fjölskyldna og er enn í dag í notkun. Innblástur er sóttur í arfleifð, ættartré, vini og handverk. Virðing er borin fyrir umhverfi, venslum og efnahag, í anda „Slow Fashion“ stefnunnar.
Sumarið er komið ..
Stílhreinar flíkur úr náttúrulegum efnum ull, bómull og hör, er grunninn að ferskri sumarlínunni sem lætur lítið yfir sér en stenst tímans tönn. Útkoman er lína uppfull af kærleika og skírskotun til áhyggjulausra sumardaga í sveitinni með ástvinum. Þessi lína endurspeglar þar að auki alls kyns ferðalög, hvort heldur sem áfangastaðurinn er meðal stjarnanna eða á næstu bryggju.
Sporastofan: Hverjum og einum gefst tækifæri á að gera sína As We Grow flík enn persónulegri með því að bæta við hana einstökum útsaumi á Hönnunarmars, meira: HÉR
As We Grow er eina íslenska fatahönnunarmerkið sem hefur hlotið Hönnunarverðlaun Íslands ..
Sjáumst hér um helgina AS WE GROW : Spor í söguna
//TRENDNET
Skrifa Innlegg