fbpx

TRENDNÝTT

GoMove – heimaþjálfun í beinni með Indíönu

KYNNING

Nú þegar fólki er ráðlagt frá því að sækja líkamsræktarstöðvar þá er kjörið að prufa nýjar leiðir og sækja sér innblástur fyrir heimaæfingarnar. Indíana Nanna Jóhannsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir það æfingaform sem hún hefur boðið uppá nú í nokkur ár. Árið 2018 stofnaði hún fyrirtækið GoMove sem býður uppá persónulega þjálfun undir kjörorðunum – Gæði, Gleði, Hugsun.

Trendnet tók Indíönu á tal í von um að fá góð ráð fyrir lesendur sem vilja halda áfram reglulegri og markvissri hreyfingu  –

Hver er Indíana og hvað er hún að fást við þessa dagana?

28 ára gömul. Þjálfari, stofnandi GoMove Iceland og höfundur bókarinnar Fjarþjálfun sem kom út síðustu jól.

Í vor þegar líkamræktarstöðvar lokuðu snéri ég mér að heimaþjálfun í beinni. Ég vildi auðvitað halda áfram að þjálfa og líka halda sjálf í góða æfingarútínu. Þetta gekk allt vonum framar og þessi lausn, að þjálfa í beinni útsendingu, var í raun frábær lausn til að halda áfram að tengja við hópinn minn. Við æfðum saman heima í 9 vikur.

Ég hef alltaf lagt gíðarlega mikið upp úr því að þjálfunin mín sé persónuleg og samskipti eru númer 1,2 og 3. Með þessari leið kemst ég sem næst því að þjálfa í persónu.

Nú þegar allt er lokað aftur er ég mætt aftur á stofugólfið að þjálfa og æfa fimm daga vikunnar. 

Það er mjög krefjandi og ég veit að mörgum finnst erfitt að peppa sig upp í æfingar heima í stofu og þetta er ekki fyrir alla. Þegar kemur að hreyfingu almennt þurfi allir á hvatningu að halda, en sérstaklega núna. Með því að þjálfa í beinni og vera að æfa með hópnum vil ég hvetja fólk áfram og hjálpa því að halda sér í æfingarútínu. 

Hvernig gírar maður sig í heimaæfingar?

Það er mjög krefjandi að æfa heima hjá sér og það er auðvelt að finna ástæður fyrir því að sleppa því bara. En þetta snýst allt um að taka ákvörðun og að koma sér í rétta hugarástandið. Ef þú hefur ástæðu, eins og að huga að heilsunni sem hefur aldrei verið mikilvægara, er alltaf hægt að finna lausnir. Ég hvet alla sem æfa hjá mér í heimaþjálfun til þess að undirbúa sig í raun alveg eins og þau væru að fara að mæta eitthvert á æfingu. Gott er að ákveða hvar þú ætlar að æfa á heimilinu, ég til dæmis færi til allt í stofunni hjá mér og set upp litla aðstöðu á stofugólfinu. Vertu búin að finna til æfingafötin þín jafnvel kvöldinu áður, fylltu vatnsbrúsa og gerðu þig til alveg eins og þú myndir gera venjulega. Komdu þér í gírinn.

Hvenær byrjar næsta tímabil í fjarþjálfun? 

Núna á mánudaginn byrjar nýtt 2 vikna tímabil í heimaþjálfun. 

Það eru 5 æfingar í hverri viku. Ég þjálfa og æfi með hópnum í lokuðum Facebook hóp. Æfingarnar eru yfirleitt kl. 09:15 eða 12:05 á daginn. Ef þú getur ekki verið með í beinni á þeim tíma sem ég er live engar áhyggjur, upptakan vistast og þú getur fylgt henni eftir nákvæmlega þegar þér hentar yfir daginn. Aðgangur að appi fylgir með þar sem þú sérð allar æfingarnar daginn áður. Appið virkar líka vel sem aðhald því þú getur merkt við þar þegar þú klárar æfinguna.

Þú þarft ekki að eiga neinn búnað en ef þú átt bjöllu/r, handlóð eða sippuband geturu haft það með því æfingarnar eru bæði settar upp sem bodyweight og með búnaði.

Ég legg gríðarlega áherslu á að hver og einn vinni á sínum hraða og eftir sinni getu. Markmið mitt sem þjálfari er alltaf að finna gleðina í hreyfingunni. Ég vil kenna eitthvað nýtt á hverri æfingu og legg mikla áherslu á gæði. Æfingarnar eru krefjandi, fjölbreyttar og það er ávallt hugsun á bakvið þær. Ég blanda saman hefðbundnum og óhefðbundnum æfingum til að tryggja fjölbreytileika og bæta alhliða styrk, úthald og hreyfigetu.

Heimaþjálfunin snýst um meira en bara æfingarnar. Hún snýst um að halda í rútínu og að hafa eitthvað fyrir stafni fyrir utan vinnu eða skóla. Hún snýst um að gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Hún snýst um að láta sér líða vel. Hún snýst um að fara sátt á koddann á kvöldin.

Ef þú hefur áhuga á að æfa með Indíönu næstu tvær vikurnar getur þú kíkt á Instagram hjá henni: @indianajohanns


Trendnet þakkar Indíönu fyrir spjallið – lesendur sem hafa áhuga á fjarþjálfun í beinni gætu haft heppnina með sér á Facebook síðu Trendnets þar sem við ætlum að bjóða 4 heppnum uppá 2 vikna áskrift í fjarþjálfun hjá GoMove. Taka þátt HÉR.

Hugum að líkama og sál í þessu ástandi – GoMove getur hjálpað til við að koma rútínu á lífið heima fyrir.

//TRENDNET

 

Hátísku innblástur fyrir Halloween

Skrifa Innlegg