fbpx

TRENDNÝTT

GINA TRICOT OPNAR Á ÍSLANDI

Það bætir stöðugt í verslanaflóruna á íslenskum markaði og nú er ný keðja á leið til landsins. Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot mun opna á næstunni, til að byrja með sem netverslun (ginatricot.is – 17. mars) og í framhaldinu er fyrirhugað að opna verslun undir merkjum fyrirtækisins.

Það eru hjónin indælu, Albert Magnússon og Lóa Dagbjört sem standa fyrir opnun verslunarinnar, en þau hafa notið velgengni með Lindex á Íslandi og þekkja þennan markað því vel. Gina Tricot býður konum uppá tískufatnað og fylgihluti í miklu úrvali. Vörumerkið er sífellt að þróast og hefur undanfarið kynnt nýjar línur eins og Gina Tricot Home og Gina Tricot Young, sem er lína í stærðum 134 – 164.

Þegar tækifæri bauðst að gefa Íslendingum möguleika á að upplifa tískuvörumerkið Gina Tricot urðum við strax áhugasöm og hefur það verið sérlega ánægjulegt að undirbúa komu Gina Tricot til Íslands.  Við erum full tilhlökkunar til framtíðarinnar hér á Íslandi!“
segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir

Við hlökkum til að fylgjast með þróun Gina Tricot á Íslandi.

//TRENDNÝTT

HYGGE Á HÓLMASLÓÐ - LADY BREWERY, LISTVAL, OMNOM, SJÖSTRAND & SÓLEY

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1