fbpx

TRENDNÝTT

GALLAGRIPIR HJÁ MONKI

KYNNING

H A U S T I Ð 2 0 1 9 leggur Monki áherslu á gallaefni og kynnir til sögunnar nýjar leiðir til að nota og klæðast gallafötum.

Sígildar gallabuxur frá Monki skapa sígilt útlit á augabragði en í haust gefa nýju gallafötin frá sænska tískumerkinu þeim sem vilja færi á að kanna nýjustu gallafatatískuna ofan í kjölinn.

Nýjar flíkur eru meðal annars aðsniðinn en þó frjálslegur gallakjóll, gallajakki í vinnufatastíl með vatteruðu fóðri, tvílitar gallabuxur og sinnepslitaðar gallasmekkbuxur. Allar eru þær sláandi einar og sér og það er auðvelt að nota þær saman til að skapa flott heildarútlit.

Línan, sem kemur í verslanir um miðjan ágúst, verður fáanleg í nýjum litum og litatónum í stíl við árstíðina. Dökkdrapplitað efni og sinnepslitir, afgerandi grænn og sígildir bláir tónar gegna lykilhlutverki í línunni. Línan er tilvalin til að nota með sígildu rjómahvítu, ljósfjólubláu og brúnköflóttu efni, til dæmis peysum, toppum, bleiserjökkum og buxum. Nú er leikur einn að tileinka sér gallafatastílinn á hverjum degi.

Monki er merki sem býður frábæra tísku á viðráðanlegu verði með umhyggju gagnvart umheiminum og valdeflingu ungra kvenna að leiðarljósi.

 

//
TRENDNET

Átta íslenskir hönnuðir á London Design Fair

Skrifa Innlegg