fbpx

TRENDNÝTT

FO vettlingar sem styðja við hinsegin verkefni UN Women

FÓLKKYNNING

Áttunda herferð UN Women er í gangi um þessar mundir. Í ár eru það vettlingar, hannaðir af Védísi Jónsdóttur prjónahönnuði sem hlýja inn í veturinn, framleiddir hjá Varma. Í ár verður varningurinn til styrktar hinsegin verkefnum UN Women um allan heim.

UN Women er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst fyrir réttindum og málefnum hinsegin fólks um allan heim, enda verður jafnrétti ekki náð nema með jöfnum réttindum allra hópa. Mikið bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks á síðustu árum, þ.m.t. innan Sameinuðu þjóðanna, þar sem aðildaríki takast á um þessi málefni. Víða býr hinsegin fólk við gríðarlega mismunun, skert réttindi og ofbeldi sökum kyns og kynhneigðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women standi áfram vörð um velferð og réttindi hinsegin fólks á tímum sem þessum.

Einstök herferð á heimsvísu

UN Women á Íslandi fékk 40 hinsegin einstaklinga til að sitja fyrir á öllu FO herferðarefninu í ár og eru þau andlit herferðarinnar. Þátttaka þeirra er táknræn þar sem þau leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á því bakslagi sem orðið hefur á heimsvísu, þar með talið á Íslandi og styðja þannig við þessa mikilvægu og sögulegu söfnun.

Ljósmyndir tók Anna Maggý, sem hefur nú myndað FO herferð UN Women á Íslandi þrjú ár í röð.

 

 

Vettlingarnir eru úr 100% merínó ull og koma í tveimur stærðum (S/M og M/L). Hægt er að kaupa vettlingana á heimasíðu samtakanna, unwomen.is.
Védís lagði mikið upp úr því að engin hlið á vettlingunum væri eins. Enda táknar það fjölbreytileikann sem herferðin styður við.

 

Trendnet mælir með!

SALA FER FRAM HÉR

//TRENDNÝTT

 

 

TOPP 10 Á TAX FREE DÖGUM HAGKAUPA

Skrifa Innlegg