Rauðakrossbúðirnar gefa í annað sinn út tímaritið Endurnýtt líf í dag, föstudaginn 11. september. Blaðið er fyrst og fremst hægt að lesa á netinu en nokkur prentuð eintök verða aðgengileg í Rauðakrossbúðunum á höfuðborgarsvæðinu.
Blaðinu er ritstýrt af Hildi Mist, rekstrarstjóra Rauðakrossbúðanna á höfuðborgarsvæðinu, en hún er fatahönnuður að mennt og hefur m.a. verið verslunarstjóri hjá 66°Norður í Kaupmannahöfn.
Í blaðinu má m.a. finna viðtal við Guðjón Ketilsson, Myndlistarmann ársins 2020 og Hrefnu Björg, frumkvöðul og umhverfisaktívista. Þá er tískuþáttur í samstarfi við Ljósmyndaskólann.”
Trendnet mælir með helgarlestri HÉR og fallegri fatakaupum hjá Rauðakrossbúðunum um helgina.
//
TRENDNET
Skrifa Innlegg