fbpx

TRENDNÝTT

DÝRMÆTT FERÐALAG BRJÓSTAGJAFAR MEÐ HJÁLP LANSINOH

KYNNING

Það er að mörgu að huga þegar von er á nýjum einstakling í heiminn og margt sem fylgir í undirbúningi og tilhlökkun yfirleitt mikil. Brjóstagjöf er dýrmætt ferðalag en getur verið snúin og þá er gott að geta fengið smá aðstoð og nýtt sér vörur sem að geta hjálpað til. Fjólubláu vörurnar frá Lansinoh hafa lengi verið þekktar en hér að neðan kynnumst við nokkrum sem nýtast vel fyrstu dagana.

Gerum ferðalagið dýrmætt fyrir móður og barn –

Lansinoh lanolin brjóstakrem:
100% ofnæmisprófað lanolin og hreinasti brjóstaáburður sem völ er á. Fullkomið á aumar og sárar geirvörtur en einnig hægt að nota á bleyjuútbrot, slit, lítil sár, bruna, nuddsár, þurra bletti og sem náttúrulegan rakagefandi varasalva. Ekki þarf að hreinsa af geirvörtum fyrir brjóstagjöf. Fæst: HÉR

 

Lansinoh einnota lekahlífar:
Örþunnar en mjög rakadrægar lekahlífar. Sérstaklega fóðraðar til að koma í veg fyrir að mjólkin liggi upp við húðina. Ysta lagið er vatnshelt til að tryggja að þú sért þurr dag og nótt.   Svo eru þær svo mjúkar og þægilegar í notkun. Fæst: HÉR

Lansinoh Therapearl hita og kæli bakstur:
Algengt er að mæður finni fyrir verkjum, fái brjóstabólgur, stálma eða stíflur.
Lansinoh Therapearl má nota bæði sem heita og kalda meðferð. Heita meðferðin er til að losa stíflur og brjóstabólgu og kalda meðferðin dregur úr stálma. Einnig hægt að nota til að örva tæmningarviðbragð meðan verið er að pumpa með brjóstadælu. Fæst: HÉR

Lansinoh mjólkursafnari:
Oft þegar barn er að drekka úr öðru brjóstinu getur lekið úr hinu á meðan. Þá getur mjólkursafnarinn hentað vel en hann sýgur sig fastan á brjóstið sem barnið er ekki að drekka úr og safnar dýrmætu brjóstamjólkinni sem annars hefði farið til spillis. Þá er hægt að geyma hana til þess að nota síðar. Fæst: HÉR

Lansinoh Mexikanahattar
Mexikanahattar verja geirvörtuna á meðan á brjóstagjöfinni stendur ef móðir er t.d. með sár á geirvörtunum. Getur einnig auðveldað barninu að ná taki á brjóstinu. 100% silikon, þunnir, mjúkir og sveigjanlegir. Fást: HÉR

Vörur Lansinoh fást í flestum apótekum, verslunum Hagkaupa, hjá Móðurást, í Tvö Líf og víðar.

Kynnið ykkur nánar HÉR

// TRENDNET

FULLKOMIN FYRSTA EIGN Í 101

Skrifa Innlegg