fbpx

TRENDNÝTT

DEAR CLASS OF 2020 – OBAMA, BEYONCÉ OG LADY GAGA

FÓLK

Dear Class Of 2020 ræðurnar hafa líklega ekki farið framhjá mörgum – þar eru útskriftarnemar ársins 2020 ávarpaðir af mörgum af áhrifamestu persónum Bandaríkjanna.

Þessi hópur er að útskrifast á miklum ólgu- og óvissutímum í Bandaríkjunum – kórónufaraldurinn hefur lamað þjóðina og efnahagslífið, atvinnuleysi eykst og í framhaldinu hefur verið algjör óreiða og uppreisn í kjölfar morðsins á George Floyd. Þessar ræður eru því tilraun til að sameina þennan hóp og allt landið og blása von í unga og metnarfulla Bandaríkjamenn – eða öllu heldur komandi kynslóðir um allan heim.

Við getum byrjað á þessum áhrifaríku orðum eftir Dr. Maya Angelou, ljóð sem lýsir þessari endalausu baráttu fyrir jafnrétti. Orð hennar voru lesin upp og hér frá Tracee Ellis Ross.

LADY GAGA

Söngkonan lýsti kynþáttafordómum í Bandaríkjunum sem skógi sem þyrfti að rífa upp með rótum.

MICHELLE OBAMA

Michelle Obama sagði að lífið muni ávallt bera með sér óvissu og það að koma vel fram við fólk muni aldrei koma sér illa fyrir neinn.

TAYLOR SWIFT

Söngkonan talaði um að hennar eigin útskrift hefði alls ekki verið eins og hún hafið planað – en hún sé þó mjög stolt af áfanganum. Það sem við gætum lært er að gera alltaf ráð fyrir óvæntum uppákomum og ekki láta það koma í veg fyrir að við getum fagnað.

BEYONCÉ

Beyncé segir á mjög áhrifaríkan hátt frá því hvernig hún hefur þurft að berjast fyrir sinni stöðu í heimi tónlistarbransans – sem ekki sé sniðinn fyrir konur af hennar kynþætti.

BARACK OBAMA

Fyrrverandi forsetinn talaði um að áskorarirnar sem þjóðin og heimurinn standi frammi fyrir séu mun stærri en sá vírus sem gengur yfir og að það norm sem við lifðum eftir fyrir sé alls ekki nógu gott.

Frá Breska Vogue.

//TRENDNET

ANDREA MAACK SENDIR LOKSINS TIL ÍSLANDS // AFSLÁTTUR FYRIR LESENDUR

Skrifa Innlegg