fbpx

TRENDNÝTT

COS OPNAR Á MORGUN (24. MAÍ) OG ENGINN VEIT AF ÞVÍ

Trendnýtt fyrst með fréttirnar –

Samkvæmt okkar heimildum þá opnar COS verslun sína á Hafnartorgi á morgun (24. maí) klukkan 12. Opnunin hefur ekki verið auglýst og virðist enginn vita af henni og spurningin er hvort að það sé með vilja gert ?

Eins og allir vita þá arkaði H&M loksins inná íslenskan markað fyrir ekki svo löngu og nú eftir opnun Weekday og Monki þá hefur sænska tísku móðurskipið aldeilis sett svip sinn á íslenska tískumarkaðinn. Með opnun COS bætist síðan enn frekar í flóruna.

COS selur klassískan, tímalausan og mínímalískan klæðnað fyrir bæði dömur og herra. COS endurspeglar þannig ótrúlega vel þennan svokallaða skandinavíska stíl. Hönnun þeirra er nútímaleg og þeirra markmið er að skapa flíkur sem endast í gegnum mismunandi tímabil.

“COS is a fashion brand for women and men who want modern, functional, considered design.”

Listir og hönnun skipa stóran sess hjá COS og tala þau um að þetta sé grundvöllurinn fyrir innblæstri í vinnu þeirra.

“Áhrif byggingarlistar, ljósmyndunar, textíls og keramiks einkenna fatalínur okkar. Þau smitast yfir í hönnun verslana okkar, listræna stefnu söluherferða okkar og vefsíðunnar. Frá upphafi höfum við heiðrað tengingu okkur við listaheiminn með því að vinna með listafólki, skapandi fólki og frumkvöðlum við margs konar verkefni.”

COS, eða Collection of style (vissi einhver það?) fyllir að okkar mati uppí gat á íslenskum markaðaði – klassískur og vandaður klæðnaður á viðráðanlegu verði. Eruð þið sammála?

Ef þetta eru réttar heimildir þá bjóðum við verslun COS hjartanlega velkomna til landsins.

Ef ekki – þá afsökum við hæpið :)

//TRENDNÝTT

ÍSLENSKT TÍSKUTEYMI Í ÍSLENSKU UMHVERFI FYRIR SÆNSKU VERSLUNINA WEEKDAY


Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Aðalbjörg Sigurðardóttir

    23. May 2019

    Ég held að mér sé ekki að misminna en mér sýndist ég sjá islensk verð á einhverjum vörum hjá þeim þegar ég var úti í London um daginn :)

    • TRENDNÝTT

      23. May 2019

      Það er mjög góð vísbending :)

  2. Anna

    24. May 2019

    Það kemur líka fram á Facebook síðunni þeirra ?