fbpx

TRENDNÝTT

BÆTUM HEILSU ÍSLENSKRA UNGMENNA

KYNNING

Nú sem aldrei fyrr er sérlega mikilvægt að hlúa að geðheilsunni, þekkja helstu einkenni geðraskana og vita hvert á að leita ef eitthvað kemur upp.

Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is – þar geta íslensk ungmenni nálgast aðgengi að upplýsingum um geðheilsu, geðraskanir og úrræði.

 

 

Gedfrædsla.is, ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema hafa birt ákall þar sem biðlað er til foreldra að nota leiðbeiningarnar á síðunni til að ræða geðheilsu við ungmenni, kynna fyrir þeim einkenni helstu geðraskana og þau úrræði sem standa til boða á Íslandi. Geðfræðsla er ekki fastur liður af skólastarfi á neinu skólastigi á Íslandi og því vilja félögin biðja foreldra að sinna geðfræðslu, svo ungu fólki á Íslandi sé tryggð sú nauðsynlega fræðsla. Samtal um þessi mál heima fyrir er líka mikilvægt því það opnar á nauðsynlega umræðu og eykur líkur á því að ungmenni treysti sér til að ræða vandamál sem geta komið upp.

Félagið hvetur alla til að vera huguð, fræðast um geðheilsu og ræða hana heima!

Ákallið í heild má finna HÉR

//
TRENDENT

 

 

 

VERUM SÆL MEÐ GÓÐA FERÐ - FERÐUMST INNANHÚSS

Skrifa Innlegg