fbpx

TRENDNÝTT

Átta íslenskir hönnuðir á London Design Fair

FÓLK

Samsýning íslenskra og erlendra hönnuða í sýningunni Crossover eftir Adornfer fram á London Design Fair, dagana 19-22. september.

Á sýningunni Crossover eftir Adorno mætist úrval verka eftir sjálfstætt starfandi hönnuði frá 11 löndum.
Hönnuðirnir og verkin eru vandlega valin af sýningarstjórum frá hverju landi, markmiðið er að sýna stöðu hönnunar í ólíkum löndum og það áhugaverðasta sem er að gerast á hverjum stað.

Átta íslenskir hönnuðir taka þátt í sýningunni en sýningarstjórar Reykjavík Collection eru María Kristín Jónsdóttir og Hlín Helga Guðlaugsdóttir.


Hönnunarmiðstöð Íslands, Íslandsstofa og sendiráð Íslands í London eru íslenskir samstarfsaðilar sýningarinnar og hönnuðurnir átta sem taka þátt eru eftirtaldir: Studio Hanna Whitehead, Ragna Ragnarsdóttir, 1+1+1, Theodóra Alfreðs, Studíó Flétta, Björn Steinar Blumenstein, Tinna Gunnarsdóttir, Rúna Thors & Hildur Steinþórsdóttir. Aðrir hönnuðir í sýningunni koma frá Danmörku, Frakklandi, Ítalíu, Belgíu, Mexíkó, Finnlandi, Svíþjóð, Sviss, Tyrklandi og Noregi.

Hér er hægt að skoða alla hönnuði og lesa nánar um þá á heimasíðu Adorno hér.

Skógarnytjar eftir Björn Steinar Blumenstein sem var frumsýnt á HönnunarMars 2019.

Hjá Adorno er lögð áhersla á verk hönnuða sem dansa á mörkum listar, hönnunar og handverks. Hönnuði sem móta senuna og þróa nýtt tungumál hönnunar ásamt því að viðhalda aldgömlum handverkshefðum í bland við nýrri og tæknilegri.

Á sýningunni Crossovers by Adorno eru dregin fram fagurfræðileg einkenni hverrar senu fyrir sig og efnt til samtals á milli ólíkra þjóða, samtal sem hefst í hönnun en varpar líka ljósi á menningar- og samfélagsleg málefni.

Sýningin fer fram í Old Truman Brewery í London og opnar 19. september á London Design FairHér er viðburðinn á Facebook.

London Design Fair fer fram dagana 19-22 september og hér er hægt að
forvitnast betur um dagskránna.

Trendnet mælir með! Áfram Ísland!

//

TRENDNET

Kvennalið KR semur baráttulag fyrir bikarleikinn

Skrifa Innlegg