fbpx

TRENDNÝTT

ANGAN BAUÐ Í SUMARPARTÝ

FÓLKKYNNING

Íslenska húðvörumerkið ANGAN bauð í glæsilegt útgáfupartý á sumardaginn fyrsta í HAF STORE, um var að ræða kynning á tveimur nýjum vörum frá merkinu – líkamsolíurnar Botanic Bliss & Volcanic Glow. Olíur sem að henta einstaklega vel á þurra íslenska húð. Olíurnar innihalda sérvaldar íslenskar jurtir og lífrænar kaldpressaðar olíur sem eru fullar af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum.

 

 


Meðal gesta sem mátti sjá voru Erna Bergman, Andrea Maack, Tinna Alavis, Alexander Sig, Halla Bára og fleiri þekkt andlit létu sig ekki vanta í gleðskapinn en fullt var út að dyrum og fór salan fram úr öllum væntingum þennan fyrsta dag í sölu.
Gestir fengu að kynnast og upplifa vörurnar ásamt því að tríta sig. STILL London bauð gestum upp á toxin-free nagladekur ásamt handanuddi og hægt var að fræðast um kristalla og krystals andlitsrúllur.
Skál! Á Hlemmi sá um að bjóða gestum upp á vínsmökkun á náttúruvínum og léttum veitingum sem féllu vel í kramið.

 

Myndir: Svavar Sigursteinsson

Vörurnar fást á vefsíðu Angan www.anganskincare.is og á völdum útsölustöðum.
Haf store, Hrím Hönnunarhús, Epal og í Útgerðinni.

//
TRENDNET

Beyoncé skýtur Adidas á toppinn

Skrifa Innlegg