fbpx

TRENDNÝTT

95 dagar í HönnunarMars í maí

Frá opnunarhófi i Ásmundarsal á HönnunarMars í júní 2020 þar sem Genki Instruments, Theodóra Alfreðsdóttir og Halldór Eldjárn voru með sýningar. Mynd/Kevin Pages

Trendnet telur niður í HönnunarMars sem fer fram í maí að þessu sinni.

Valnefnd hátíðarinnar hefur legið yfir umsóknum síðustu vikur og er dagskráin í ár byrjuð að taka á sig forvitnilega og fjölbreytilega mynd.

Ljóst er að viðburðir og sýningar á dagskrá HönnunarMars 2021 verða rúmlega 100 talsins þar sem lykilorð á borð við endurvinnsla, framtíðin, framleiðsla, rannsóknir, skynfæri, nýsköpun, sjálfbærni koma meðal annars við sögu.

Hátíðin mun nú sem fyrr varpa ljósi á þann gífurlega sköpunarkraft og grósku sem finna má í samfélagi íslenskra hönnuða og arkitekta, ekki síst á þessum tímum þar sem þörfin fyrir nýjar leiðir hefur sjaldan verið brýnni.

Við hlökkum til 19 – 23. maí … er ekki alveg að koma vor?

Meira um HönnunarMars, HÉR

//
TRENDNET

NÝTT FRÁ BIOEFFECT: íslensk rakabomba frá margverðlaunaða húðvörumerkinu

Skrifa Innlegg