fbpx

TRENDNÝTT

6 STJÖRNU-BRÚÐKAUP ÁRIÐ 2020

Það virðast allir elska að fylgjast með brúðkaupum og því ætlum við að segja ykkur frá 6 stjörnubrúðkaupum sem bíða okkar árið 2020.

KATY PERRY & ORLANDO BLOOM

Sönkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom hafa verið saman frá árinu 2016. Árið 2019, á sjálfan Valentínusardaginn, trúlofaði parið sig og er brúkaupið á dagskránni árið 2020 þó svo að dagsetningin sé ekki orðin opinber.

JENNIFER LOPEZ & ALEX RODRIGUEZ

View this post on Instagram

CAA party…. #letsdance

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) on

Söngkonan og ofur bomban Jennifer Lopez mun giftast hafnaboltamanninum Alex Rodriguez árið 2020. Söngkonan sem nýlega slóg í gegn með framkomu sinni í hálfleiks sýningu Superbowl verður 51 árs á árinu. Lopez hefur þegar verið gift þrisvar sinnum og því vonum við að hjónabandið gangi upp í þetta skiptið – allt er þegar fernt er! :)

SCARLETT JOHANSSON & COLIN JOST

Leikkonan Scarlett Johannsson mun giftast handritshöfundinum Colin Jost á árinu. Parið hittist fyrir um tveimur árum og í maí árið 2019 varð trúlofun þeirra opinberuð. Scarlett lýsti bónorðinu þegar hún var gestur hjá Ellen og sagði hann hafa gert þetta eins og James Bond, hann hefur greinilega verið með vel undirbúið handrit fyrir daginn.

ELIZABETH OLSEN & ROBBIE ARNETT

View this post on Instagram

🇮🇹

A post shared by Elizabeth Olsen (@elizabetholsenofficial) on

Leikkonan Elizabeth Olsen mun giftast tónlistarmanninum Robbie Arnett á árinu. Parið var saman í þrjú ár áður en þau trúlofuðu sig á síðasta ári.

PRINSESSAN BEATRICE & EDOARDO MAPELLI MOZZI

Prinsessan af York mun giftast unnusta sínum 29. maí. Brúðkaupið var tilkynnt af konungsfjölskyldunni og mun fara fram í Chapel Royal í St James’s Palace og mun drottiningin bjóða til veislu í Buckingham Palace að athöfn lokinni.

NATALIA VODIANOVA & ANTOINE ARNAULT

Ofurfyrirsætan Natalia Vodianova mun giftast Antoine Arnault. Það má gera ráð fyrir að þetta verði án efa tísku brúðkaup ársins því Arnault er framkvæmdarstjóri Berluti og Bernard Arnault, yfirmanns LVMH samsteypunnar sem eiga Louis Vuitton, Celine, Dior, Fendi og svo miklu fleiri tískuhús. Parið trúlofaði sig á gamlárskvöld 2019 og mun brúðkaupið fara fram í Frakklandi í júní í ár.


Eru einhver fleiri brúðkaup sem við ættum að bæta á listann? Ekki hika við að benda okkur á það í athugasemdum.

//TRENDNET

KRÍA KEMUR Í BÚÐIR Á BESTA TÍMA

Skrifa Innlegg