SUNDAY FUNDAY

LÍFIÐOOTD

Halló! Það er búið að vera mikið fjör hjá mér um helgina og er ég búin að vera í skvísugallanum alla helgina en núna í dag ætla ég bara að hafa það kósý. Það er mikilvægt að taka einn dag í vikunni þar sem maður slappar af og gerir ekki neitt. Ég elska að mála mig og gera mig til en það er líka æðislegt að vera bara í kósýgallanum og ómálaður.

Ég fór á laugardaginn og kíkti aðeins í Vero Moda en ég hafði séð hjá þeim á instagram svo ótrúlega flottan kósýgalla eða sett. Það eru til nokkrir litir en ég ákvað að kaupa mér grænan og er ekkert smá ánægð með þetta sett. Þetta er fullkomið á svona kósý sunnudögum..

Peysa: VERO MODA 

Buxur: VERO MODA 

Sólgleraugu: High Key frá Quay Australia 

Skór: Nike

 

 

 

 

Vonandi var helgin ykkar æðisleg og að þið njótið sunnudagsins í botn!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

 

KLÁRUM (KAFFI)MÁLIÐ

LÍFIÐ

photo

Ég ætla að biðja ykkur um einn greiða þessa síðustu september helgi. Þegar þið kaupið ykkur kaffi, farið þá vinsamlegast á Te & Kaffi og borgið aukalega 25 krónur til UNICEF. Af hverjum seldum bolla í september leggur fyrirtækið 25 krónur til málefnisins og býður ykkur að gera það líka. Ég var virkilega dugleg við þetta í minni septemberheimsókn.

Tuttuguogfimmkrónurnar eru andvirði einnar bólusetningar í baráttu UNICEF gegn mænusótt. 

DSCF9782
Jakki: SecondHand, Hattur: SecondHand, Kaffi: Te&Kaffi


DSCF9779

Frábært að geta hjálpað til ! Síðasti séns til að taka þátt.  Já ég var svona glöð (eða skrítin) eftir síðasta íslenska kaffimálið.

xx,-EG-.