fbpx

TÖFRATE FYRIR HÚÐINA

DEKURHÚÐRÚTÍNA
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Mig langaði að segja ykkur frá hvítu tei og töframættinum sem það hefur fyrir sál og líkama. Ég kynntist hvítu tei fyrir algjörri tilviljun en þeir sem þekkja mig vita það að ég er mikil kaffi manneskja og hélt ég myndi aldrei drekka te. Það breyttist síðan mjög fljótt eftir að ég fór að kynna mér te og þá sérstaklega hvítt te.

Hvítt te er minnst unna teið, það er semsagt einungis sólþurrkað og loftþurkkað og því varðveitast andoxunarefnin mest í því. Það inniheldur kraftmikil andoxunarefni sem vernda líkamann fyrir sindurefnum og stuðla að frumuendurnýjun.

Mér finnst þetta te mjög áhugavert og eftir að ég fræddi mig meira um það þá er eins og þetta te hafi verið búið til handa mér! Því allt sem þetta te gerir fyrir mann er það sem mig langar að gera fyrir líkamann minn og húðina mína.

Hvítt te er gott fyrir húðina og hér eru nokkrir hlutir sem það hefur áhrif á:

– Hægir á öldrun húðarinnar

– Hreinsar húðina og kemur í veg fyrir að bakteríur stífli svitaholur 

– Heldur húðinni bjartri og viðheldur raka

Hvítt te er einnig ótrúlega gott fyrir líkama og sál. Hér eru nokkrir hlutir sem það hefur áhrif á:

– Styrkir bein og tennur 

– Er örverueyðandi og verndar því líkamann gegn sýkingum 

– Jafnar blóðsykur og heldur honum stöðugum

– Minnkar streitu í líkamanum og hefur góð áhrif á hjartað

– Inniheldur efni sem talin eru hraða brennslu líkamans

 

 

Hvernig maður hellir upp á hvítt te er eitthvað sem maður þarf að læra svo það verði ekki of beiskt eða of bragðmikið. Svona ferðu að:

  1. Sjóðið vatn og leyfið því að kólna í 5-10 mín eða sem sagt að 80 gráðum celcius.

  2. Setjið 1 teskeið af telaufum í síu fyrir hvern bolla 

  3. Hellið vatninu yfir, bíðið í 3-5 mín og fjarlægið svo laufin úr vatninu

Síðan er vel hægt að nota laufin aftur, svo ekki henda þeim en þá þarf að láta vatnið bíða lengur á telaufunum, til dæmis 7-8 mín.

 

Mér finnst mjög jákvætt að geta bætt eitthverju inn í mína daglegu rútínu sem er hollt og gott fyrir mig. Ég er upptekin manneskja og finnst fátt skemmtilegra en að hafa mikið að gera í kringum mig en stundum (oft haha) verð ég mjög stressuð. Þess vegna er ég að reyna koma því í rútínuna mína að taka eina rólega stund ár morgnana, og byrja daginn á jákvæðum nótunum en ekki í stressi og flýti.. þótt það sé nú ekki alltaf hægt.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

FRÉTTABLAÐIÐ: HAUSTTÍSKAN Í FÖRÐUN

Skrifa Innlegg