Örlítið jólaskraut

HEIMILIÐ MITT

.. ég er svo sem ekki mikið fyrir að skreyta inni hjá mér en aftur á móti finnst mér æðislegt þegar hús eru skreytt utandyra… Fallegast þykir mér að setja óendanlega mikið af seríu á eitt tré, eins og sést gjarnan í miðbænum. Ég er mjög hrifin af hvítri seríu og finnst fátt jólalegra.

Ég keypti nokkrar greinar í gær og skellti í vasa.. ótrúlega einfalt en minnir mann samt á að jólin eru handan hornsins. Svo kemur í ljós hvor vinni slaginn, meira jólaskraut eða ekki? ..ég vil minna en Davíð meira :)

Efsta mynd

Vasi: Dora Maar
Stórt kerti: Ikea
Jólatré: Söstrene Grene
Salt og piparskálar: Dora Maar
Marmarabakki: Marshalls
Greni: Bónus

Neðsta mynd:

Bakki: VIGT
Kerti: Altariskerti VIGT
Glerkrukka: Undan Yankee Candle kerti


Af hverju átt þú að fara í Marshalls?

BANDARÍKINPERSÓNULEGT

Ég mun seint hætta að lofsyngja Marshalls (+Winners, TJMaxx og Ross). Í október fór ég til Boston og tók nokkrar myndir af skemmtilegum vörum sem fást í Marshalls. Þessu eruð þið að missa af, kæru anti-Marshallistar. Sumir eru með fordóma (ef svo má að orði komast) fyrir búðum sem eru stútfullar af gramsdóti og eins og sjá má á myndunum eru þeir einstaklingar að missa af miklu. Ég skal sýna því einhvern skilning, það getur verið mjög andlegt og taugastrekkjandi að leggja leið sína inn í slíkar verslanir á annasömum dögum.

Ég ætlaði að taka hundrað myndir en gleymdi mér svo allskavakalega í gramsinu. Ég nennti auðvitað ekki að fara annan hring í búðinni. Marshalls og þessar verslanir sem ég taldi upp hér að ofan hafa sko reddað mér í gegnum árin. Ég hef eignast ýmislegt ótrúlega fínt en á stórlækkuðu verði. Í sumar gekk t.d. vinkona mín út úr búðinni með Weber rafmagnsgrill og borgaði 250$ fyrir það. Það er gjörsamlega allt til í þessum búðum. Ég veit að flestar þessara búða fá sendingu þrisvar í viku og því hægt að fara nokkrum sinnum í viku fyrir þá allra geðveikustu. Þeir allra geðveikustu eru til dæmis ég og amma. Amma mín er mesti Marshalls aðdáandi í heimi og þegar ég hef farið til hennar í heimsókn förum við jafnvel tvisvar í viku. Það er fátt sem mér finnst skemmtilegra en Marshalls ferð.

… og það besta við þessa búð er að hér fást skemmtilegustu jólagjafirnar. Það er gaman að gefa meira og veglegra fyrir peninginn.

IMG_0295

Le Creuset. Er þetta ekki nýjasta æðið? Hér er hægt að kaupa þetta á fáranlega lítinn pening. Vöruúrvalið er líka talsvert.

10863732_10205366819272182_1763791277_n

Það er alltaf nóg af dóti frá Joseph Joseph í hillunum. Ég keypti þetta og ætlaði að gefa vinkonu minni… en þá á hún svona. Ætli ég verði þá ekki bara að taka þetta úr umbúðunum og skella þessu í skúffuna.

IMG_0297

KitchenAid hrærivél á 199$. Það er ekkert mál að kaupa hrærivél í Bandaríkjunum ef þú átt viðeigandi straumbreyti.

IMG_0301

KK bátaskór frá Ralph Lauren. Skóúrvalið er yfirleitt mjög mikið og þá má gjarnan finna flott merki eins og Ralph Lauren.

IMG_0303

Le Creuset í bland við flotta potta og pönnur.

IMG_0304

Sistema nestisbox. Ég á tvö slík og finnst þau æðisleg.

IMG_0305

OXO boxin sem ég er með á heilanum.

10850479_10205365937730144_2137634829_n

Eins og sést hef ég keypt nokkur… mig langar helst að eiga box undir hverja matvöru. Þær haldast ótrúlega ferskar í langan tíma og þar með sparar það manni mikinn pening. Skipulagið verður líka frábært!

IMG_0300

Sperry bátaskór.. þeir allra bestu og flottustu. Extra kjút á barn.

IMG_0306

Æðisleg rúmföt frá R. L.

10836208_10205365874208556_2098769925_n

Ég fann þennan hlaupajakka frá Stella McCartney í sumar.

IMG_0163

Hér má sjá eitt stykki Happy Camper með rjúkandi heitan poka úr Marshalls. Þessi poki var næstum því jafn stór og þungur og ég. Svo var þvílíkur vindur og ég réði ekki við pokann sem fór ósjaldan upp í mig. What a day.

10841541_10205365874448562_461958532_n

Yankee Candle kertin. Kertarekkinn í Marshalls er hlaðinn kertum… sem lenda yfirleitt í körfunni minni. Yankee Candle kerti kosta vanalega um 25$ en þau eru rúmlega helmingi ódýrari í Marshalls, eða 12$.

10846920_10205365874648567_331652881_n

Svo fann ég þetta sett þar fyrir tveimur árum.. kostaði nú bara 20$ í stað 70$.

Ég gæti nú tekið mynd af ýmsu fleira hér heimavið en þetta nægir, kem kannski með aðra færslu síðar þegar ég hef meira myndefni. En allavega, leggið leið ykkar endilega í Marshalls. Þið farið ekki tómhent út!

Sincerely, the second biggest Marshalls fan of all time…

karenlind