INSTAGRAM VIKUNNAR: LITRÍKT HEIMILI @RIKKESROOM

Heimili

Ég hef alltaf mjög gaman af því að uppgötva falleg og áhugaverð heimili á Instagram og hér er á ferðinni eitt ótrúlega skemmtilegt og litríkt. Fyrir mitt leyti þá finnst mér alveg nauðsynlegt að hafa einhverja liti heima hjá mér, þeir veita mér gleði og heimilið lifnar við.

Það er mikið af vönduðum húsgögnum og hönnun á heimili Rikke, ef þið horfið vel þá sjáið þið glitta í nokkur PH 2/3 veggljós í eldhúsinu sem er frekar sjaldgæf sjón innandyra. Gubi ljósið yfir eldhúsborðinu smellpassar hingað inn og plönturnar sem finna má í hverju horni eru dásamlegar.

 

Þið getið fylgst betur með smekkdömunni Rikke hjá @rikkesroom á Instagram

Draumaheimili ekki satt? Ég er sérstaklega hrifin af litunum á heimilinu, það er látlaust í grunninn fyrir utan jú bleika hurð og æðislegt blómaveggfóður. En þar fyrir utan eru litirnir helst sóttir í húsgögn, blóm, gardínur og listaverk, ég er alveg sannfærð um að litir veiti okkur hamingju ♡

Góð helgi framundan í bongó blíðu – njótum!

KVENLEGT HEIMILI MEÐ BLEIKU & BLÁU

EldhúsHeimili

Í byrjun þessa árs þá fór ég yfir nokkra liði í heimilisbókhaldinu og þurfti að finna út hvar ég gæti mögulega sparað smá pening, og viti menn ég ákvað að hætta að kaupa svona mörg tímarit! Ég má kannski ekki skrifa svona þar sem að ég vinn meðal annars við það að skrifa í tímarit, en þegar ég var farin að drösslast heim með nokkur í hverjum mánuði og með meter háa bunka af tímaritum hér í stofunni þá má alveg endurskoða hlutina. Það vill nefnilega til að mín uppáhalds innanhússtímarit sem ég var að eyða mestum pening í halda öll úti öflugum vefmiðlum þar sem innlitin birtast einnig flest og ég er dugleg að fylgjast með þeim þar ásamt því að ég elska að setjast á bókakaffi og fletta í gegnum blöðin. Eitt af uppáhalds þessa stundina er þetta hér að neðan, ofboðslega skemmtileg íbúð og mjög flott notkun á litum á heimilinu, bæði í litum á veggjum og í skrautmunum. Það kemur ekki á óvart að þarna má finna frábært safn af fallegri hönnun en húsráðandinn er markaðsstjóri hjá danska hönnunarfyrirtækinu &tradition sem er eldheitt um þessar mundir.

traegulv-spisestue-kokken-CZ5bT_VxoH3ISbX0mim4ng

glas-pendler-farver-design-by-us-qGBKDypRXQEnPqJRAB45YQ

Ljósin eru æðisleg og eru þau frá Design by us

opbevaring-stue-reolsystem-raekkehus-6G5ze9Z9PlfULFt8ztTX0Q

Mini Svanur og mini Egg eiga sinn stað á þessu heimili, Montana hillan að sjálfsögðu í bláu og ólíklega búið að krota á þessa….

kokken-flisevaeg-vitrineskab-xcRh_nuGP5GkWUVa7k0HiQ

Bleiki stóllinn er eftir uppáhalds Jamie Hayon fyrir &tradition….

kokken-fliser-stilleben-kryderier-olier-u053PB1eYhluJQlOwFTiDw

Smá safn af Royal Copenhagen stelli er draumur margra…

indretning-tallerken-vaeg-kunst-6CeosWRzld9fOT8odwJDxg hylde-hay-kobber-indretning-raekkehus-daAl5VUz7B9NVKz_BcdjtQ

Mjög skemmtileg horn-vegghillan frá HAY

raekkehus-makeover-diy-XsU9JLqBymi7WQCoESrcUw

Borðin eru bæði frá &tradition ásamt stólunum og ljósunum, neon litaði kollurinn er frá Tom Dixon

hjemmekontor-feminin-lyserod-indrening-raekkehus-wbaPqFf_8w6T5NIQYzk3sg

Eigum við að ræða þetta gólf? ♡

sovevaerelse-bla-vaeg-kunst-m_sZFNA669_IbVxekC2AEQ fjer-wall-stickers-ferm-HKUIdDU5Ejm-tQpR_DqfRQsovevaerelse-bla-hotel-stil-4HUzVm-jVoo9PS03n-rrlA

Það kemur vel út að mála hilluna í sama lit og vegginn… reyndar frekar áhugavert að velja líka alla aukahluti í sömu litatónum en útkoman er æðisleg.

sovevaerelse-spejl-indretning-aEJWfo4_SY6TMtweKLwjiA

// Myndir via Bolig Magasinet 

Íbúðin er björt og lífleg, litapallettan smellpassar saman og kemur virkilega vel út að nota þrjá ólíka tóna af bláa litnum í stað þess að vera bara með sama litinn. Mér sýnist þetta vera sömu litirnir og á flísunum í eldhúsinu sem er mjög góð hugmynd, þetta tónar allt svo vel saman við bleiku litina. Klárlega draumaheimili og kemur varla á óvart að það birtist í danska tímaritinu Bolig Magasinet sem er eitt allra uppáhalds og er yfirleitt með frekar kvenleg heimili sem hitta alveg beint í mark hjá mér.

Vonandi verður dagurinn ykkar frábær! Gleðilegt sumar:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

INNLIT: PASTEL& EINTÓM GLEÐI

BarnaherbergiHeimili

Þetta er eitt af skemmtilegri innlitum sem ég hef sýnt og það kemur að sjálfsögðu frá uppáhalds tímaritinu mínu Bolig Magasinet. Hér býr húsgagnasmiðurinn Pär Ottosson ásamt konu sinni Lovisu Ovesen verslunarstýru í H&M ásamt tveimur börnum sínum. Pär er titlaður konungur DIY verkefna á vefsíðu Bolig en hann á þann titil svo sannarlega skilið en hann er stanslaust að breyta og bæta heimilið, “Að horfa á sama sófann og sama veggfóðrið veitir okkur engan innblástur, heimilið okkar á ekki að vera eins og safn frosið í tíma, heldur partur af okkur. Þessvegna erum við alltaf að breyta til.”  Kíkjum á þetta geggjaða heimili sem er stútfullt af góðum hugmyndum…

kokken-pastel-lejlighed-par-ottosson-ONBjzoruLU9x4sWTpIfMRw

Innréttinguna málaði Pär pastelbleika en eldhúsið er eitt af þeim smekklegri sem ég hef séð. Eins og hann segir sjálfur “Pastellitir gera mig hamingjusamann, þeir gera andrúmsloftið léttara í rýminu og skapa gleði.”

lejlighed-par-ottosson-spisestue-OhvxVI1qvqFeAwvham7udg

Borðstofuljósið er heimagert með því að líma heklaðar dúllur á blöðru sem er svo sprengd.

lejlighed-par-ottosson-hylde-kokken-aMPuQZQQdDCBLDipEm6fJw lejlighed-par-ottosson-stue-99s0QCRGLr627afubgI21g

Pär segir að stíllinn á heimilinu sé “litríkur, glaðlegur og tilgerðarlaus. Okkar eiginn stíll er meginþráðurinn, það er einnig mikilvægt að heimilið er líka fyrir börnin og þeirra þörfum þarf að vera mætt við hönnun rýmisins.”

lejlighed-par-ottosson-stue-sofa-_cCMH4O0-x7IWP0DXm_hTA lejlighed-par-ottosson-tv-wzsRjWJYNoJ1Wz-ZSmGV3Astue-lejlighed-par-ottosson-yksKSchCD8PzBBYUHGk48glejlighed-par-ottosson-bornevaerelse-OwLkV3g5BUUz_G8emPm0cA

Parið er mjög duglegt að prófa hugmyndirnar sínar á barnaherberginu sem er fyrir vikið mjög líflegt. Búðarglugginn í kústaskápnum er sérstaklega skemmtilegur.

pasteller-sovevaerelse-lejlighed-par-ottosson-ikuA6HFM7hNw677_yGKfKA

Hér vakna menn líklegast alltaf í góðu skapi?

planter-lejlighed-par-ottosson-oz2x4C9X_1_SSmH9I_eC_wlejlighed-par-ottosson-datter-nmoNQSsfBByg1RrGKKs0sQ lejlighed-par-ottosson-bornevaerelse-n46a8JIlAXLzJRCS3nU74Q

Heimasmíðaðar hillur og róla í barnaherberginu.

lejlighed-par-ottosson-sovevaerelse-qIaPgzBdd4XdXMfRW1giZw

Dóttirin fékk að sjálfsögðu heimatilbúið rúm í anda prinsessunnar á bauninni.

par-ottosson-TuooxOCRm71DppfKfNm9_g

Myndir via Bolig Magasinet

Viðtalið við hann er stórskemmtilegt en það er hægt að lesa hér, þar gefur hann einnig nokkur góð ráð fyrir heimaföndrara sem ég mæli með að kíkja á og fá góðar hugmyndir. Svo verð ég nú að nefna hversu frábært mér finnst að hann hafi málað eldhúsið sitt pastel bleikt. Meira svona!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

LITRÍKT & GLAÐLEGT HEIMILI

Heimili

Það er nóg af stuði á þessu heimili en heimilisfólkið virðist ekki mjög smeikt við liti. Það gengur alveg fullkomlega upp í þessu tilfelli enda heimilið alveg hvítt í grunninn og því meira rými til að leika sér með liti án þess að þeir verði yfirþyrmandi. Til að toppa gleðina þá er allskyns mix af húsgögnum bæði gömlum og nýjum og Aalto, Wegner, Ikea og Eames eru t.d. góðir saman í eldhúsinu. Ég er alveg viss um að þau sem búa hér séu mjög hamingjusöm…

Colourful_Danish_Home03Colourful_Danish_Home02

Æðisleg hugmynd að ská mála rendur í stigaopið, kemur sérstaklega vel út í bleiku.

Colourful_Danish_Home04 Colourful_Danish_Home05

Gym hooks frá HAY eru flottir undir viskastykki.

Colourful_Danish_Home06 Colourful_Danish_Home07 Colourful_Danish_Home08 Colourful_Danish_Home09 Colourful_Danish_Home10 Colourful_Danish_Home11 Colourful_Danish_Home12

Myndir via 

Mjög smart og glaðlegt heimili, eruð þið ekki sammála því? Það má alltaf bæta smá lit við heimilið:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421