.. betra verður það ekki

BARNAVÖRUR

Ég er alveg dolfallin yfir JOHA útifötunum fyrir barnið. Ég hélt nýverið “babyshower” fyrir vinkonu mína og við gáfum henni m.a. lambhúshettu frá JOHA. Útifötin eru svo dásamlega þétt og hlý, mjúk og svo eru þau ótrúlega flott. Ég get lofað ykkur að þau sem eiga von á barni myndu ekki slá höndinni á móti einhverju úr þessari línu.. þetta er alveg skotheld gjöf! Það væri óskandi að ég gæti sett sýnishorn í viðhengi, svo þið gætuð fundið hve frábært þetta er… (kannski í framtíðinni).

JOHA fötin fást í Baldursbrá fyrir áhugasama.


Pierrot la Lune

SHOPSMÁFÓLKIÐ

Baldursbra.is er barnafataverslun sem bættist á dögunum í flóru íslenskra netverslana. Vöruúrvalið er áhugavert og þar gleður mig sérstaklega að sjá danska barnafatamerkið Pierrot la Lune í fyrsta sinn (svo ég viti til) til sölu á Íslandi. Pierrot la Lune er merki sem ég hef fylgst með úr fjarlægð í skandinavískum blöðum og á bloggum og því mátti ég til með að deila með ykkur fréttunum. Merkið er danskt og selur tímalausa hönnun á barnafötum í góðum gæðum. Ég er hrifin og veit að þið margar mömmurnar verðið það líka. Eitthvað til að kynna sér betur.

PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_13 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_12 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_23 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_24 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_25 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_26 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_8 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_17 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_18 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_21 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_22 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_6-1 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_4 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_5 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_6 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_3 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_15 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_16 PierrotlaLune_AW15_Campaign_PhotoRasmusMogensen_RevolverStyling_2

Fallegu myndirnar hér að ofan taka okkur aftur í tímann en í hönnuninni má sjá gamla tískustrauma. Að mínu mati er þetta merki frábær viðbót við gott úrval barnafata sem þegar eru í sölu á Íslandi í dag. Úrvalið virðist bara verða meira og betra með tímanum sem líður – jákvætt fyrir okkur viðskiptavinina.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR