Jólagjafalisti + BOSE afsláttakóði

Laugar SpaLífiðNikeSnyrtivörurTískaWorld Class

Nú er aðeins rúmur mánuður til jóla (!!) og flestir farnir að huga að jólagjöfum. Ég tók saman smá lista sem er blanda af bæði hlutum sem ég á eða mig langar í. Ég vona að þetta gefi einhverjum hugmyndir að gjöfum en hér neðar í færslunni leynast bæði afsláttakóðar og tilboð!

xx

 

1. Kaldi ullarhúfa og ullarlúffur – 66° Norður

Ég eignaðist þetta sett frá 66° fyrr í vetur og finnst það ótrúlega flott, fyrir utan hvað það er hlýtt!

2. Chanel Velvet Boy Bag – Chanel Boutique

Ég er forfallinn Boy aðdáandi og finnst velvet útgáfurnar mjög fallegar og öðruvísi.

3. Maria Black Jewellry – Húrra Reykjavík

Ég rakst á þetta skart á instagram hjá Húrra Reykjavík í vikunni og langar mikið í nokkra lokka úr línunni.

4. Laugar Spa BODY Mist – Laugar Spa

Sweet Amber er minn uppáhaldsilmur og ég baða mig í þessu spreyi alla morgna. Með kóðanum helgiomars fáiði 20% afslátt af öllum Laugar Spa vörunum í vefverslun.

5. Inika Organics varalitur – Lyf og heilsa

Persónulega nota ég sjaldan varaliti en ég eignaðist Nude Pink frá Inika í haust og hef notað hann óspart. Fullkominn nude litur og formúla sem heldur raka á vörunum. Ekki skemmir fyrir að vörurnar eru lífrænar.

6. Bose Soundlink Revolve Bluetooth ferðahátalari – Nýherji

Ég fékk Bose Soundlink ferðahátalara að gjöf frá Nýherja fyrir nokkrum mánuðum og hef notað hann alla daga síðan. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að kveikja á honum og alltaf þegar ég er að koma mér í gírinn fyrir æfingu. Hljóðið er 360° og stærðin á honum er fullkomin til að ferðast með – bæði á milli herbergja heima sem og erlendis. Ég tók hátalarann bæði með mér til Miami og Kína svo hann hefur reynst mjög vel! Hátalarinn er einnig vatnsvarinn – tilvalinn í jólapakkann!

Afslátturinn er ekki lengur gildur: Kóðinn Birgitta gefur ykkur 15% afslátt af hátalaranum í netverslun Nýherja www.netverslun.is. Fyrr í haust var ég með afsláttarkóða af Bose SoundSport æfingaheyrnatólunum og vegna fjölda skilaboða um þau fékk ég þá í Nýherja til að virkja afsláttinn af þeim aftur! Sami kóði: Birgitta og hann færir ykkur 15% afslátt.

7. Gucci Survie Fox Fur Scarf – Gucci

Afar fallegur klútur með silfurref sem hentar vel yfir kaldari tímann.

8. Bitz diskastell og hnífapör – BAST Lífstíll Kringlan

Þrátt fyrir að búa enn heima er ég farin að huga að innbúi þegar ég eignast mína eigin íbúð og er ég dolfallin fyrir allri Bitz línunni. Hugsunin á bakvið hönnunina er skemmtileg og allir hlutirnir virkilega fallegir. Mér finnst svarta diskastellið ótrúlega flott og bæði gylltu og svörtu hnífapörin falleg í bland við. Bitz línan fæst í BAST í Kringlunni sem er ný lífstílsbúð á 1. hæð.

9. Nike Air Zoom Pegasus 34 – Nike

Mínir uppáhalds hlaupaskór í augnablikinu eru Pegasus frá Nike. Þeir veita góðan stuðning og eru með loftpúða í hæl og tábergi.

10. Gjafabréf í Betri stofu Lauga

Ég er nýkomin heim úr Laugar Spa þegar ég skrifa þessa færslu og það er alltaf jafn notalegt að fara þangað og slaka vel á. Fyrir jólin er 2 fyrir 1 tilboð á gjafabréfum í Betri stofuna í vefverslun: https://www.worldclass.is/vefverslun/tilbod/betri-stofan-adgangur-fyrir-tvostar/ Hvað er betra en að fá dekur í jólapakkann!

xx

Ég mun deila fleiri svona listum á næstunni og vona að þið getið nýtt ykkur þetta.

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

15% afsláttur fyrir lesendur RFJ af Múmín vörum

Ég Mæli MeðFallegtLífið MittNetverslanirShopTinni & Tumi

Þegar ég opnaði tölvuna í gærmorgun beið mín ótrúlega skemmtilegur tölvupóstur frá höfuðstöðvum Múmínálfanna í Helsinki. Dálæti mitt á múmínálfunum og færslurnar mínar um þá höfðu þá vakið eftirtektir og mér var boðið að fá afsláttarkóða fyrir lesendur mína sem gefur ykkur 15% afslátt í Múmínvefversluninni All Things Moomin – sem opnaði nýlega fyrir það að senda til Íslands.

Ef þið eruð jafn hrifnar af múmín og ég þá vona ég að þið getið nýtt ykkur kóðann sem er fashionjournal en hann verður virkur út maí. Ég ætla klárlega að nýta hann sjálf.

Ég hef nú þegar deilt með ykkur nokkrum kaupum mínum í vefversluninni en það sem ég elska við hana er að ég fæ í alvörunni pakkann heim að dyrum ég hef ekki þurft að fara á pósthús og sækja.

Ég ákvað að taka saman smá óskalista bæði með vörum sem mig langar í og vörum sem ég á og finnst alveg æðislegar!

 

Þessir bollar finnst mér ómissandi í safnið mitt – ég á afmælisbollann en ef þið eigið hann ekki þá veit ég að það er sending af honum væntanleg í vefverslunina og þeir eru byrjaðir að taka pantanir (ég er sko á póstlistanum;)). Sumarbollinn er líka bara limited, ég hef reyndar ekki keypt hann fyr en nú mér hefur ekki fundist hann flottur, en jólabollann hef ég keypt síðustu tvö ár. Svo finnst mér nýju mömmu og pabba bollarnir æðislegir – svo fallegir litir og mér finnst þessir flottari en þeir sem fyrir voru. En reyndar finnst mér nýju múmínsnáðabollinn og snorkstelpu bollinn ekki nógu flottir fannst gömlu sætari:)

Fyrir börnin… hrikalega flottur kantur í rimlarúm, falleg sængurver og þessi órói er æðislegur. Tinni Snær fékk pappaóróann sem var til inní Aurum, pabbi keypti hann í Finnlandi áður en hann fæddist. En ég held að þessi sé betri uppá það að bangsarnir eru svo stórir og þau sjá þessa miklu fyr.

Múmínborðbúnaður er ómissandi… Öll fjölskyldan mín tekur þátt í þessu múmínæði mínu með mér. Tinni fékk diskasett í nafnagjöf og skeiðarnar en ég keypti nýlega þennan bakka sem er fullkominn undir niðurskorna ávexti eða osta eða bara til að bera kaffi og veitingar úr eldhúsi og inní stofu.

Ég er hrikalega skotin í þessum baðslopp fyrir Tinna Snæ! Lampinn er fullkominn inní barnaherbergi en það er líka til eins hattifatta lampi sem er mjög skemmtilegur en mögulega krípí fyrir börn í myrkri þar sem þeir minna dáldið á drauga… Ef ég væri með stærri íbúð eða Tinni með sérherbergi þá væri ég án efa búin að kaupa múmínleikhús fyrir hann.

moominmamma-25-cm_e87c148108fea39dac83f84b4ffa92e6_1385208093Eins og ég segi þá tekur öll fjölskyldan mín þátt í múmínæðinu mínu en pabbi fór í tvær ferðir til Finnlands sumarið áður en Tinni Snær fæddist og hann á alla múmínbangsana eins og ég sýndi HÉR. Mér finnst þetta æðislegir bangsar og Tinni er mjög hrifinn af þeim – Pjakkur og Mía eru þó allra vinsælust.

Ég minni á að kóðinn er fashionjournal og er virkur út maí! HÉR er svo slóðin á vefverslunina aftur – go nuts ;)

EH