fbpx

RFF 2017

Í BEINNI: SIGGA MAIJA

Halló héðan úr Hörpu.
Við ætlum að blogga í beinni á hátíðinni, hönnuðurinn Sigga Maija startaði tískuhátíðinni með glæsilegri sýningu í kvöld.

Sigga Maija segist í viðtali við Nýtt Líf hafa unnið með sína eigin nostalgíu þegar hún sótti innblásturinnn fyrir línuna. Fjarlæg framtíð virðist vera útgangspunktur hönnunarinnar.
Þegar spurt er út í hönnunarferlið þá er það nokkuð kaótískt. Sigga er með mörg viðfangsefni og tekur sér langan tíma að sortera úr þeim. Hún notar það síðan til þess að sjá samhengi á milli hluta og finna endanlega þráðinn sem hún vinnur svo með áfram.

IMG_0568
IMG_0581
IMG_0589
IMG_0596
IMG_0605
IMG_0622
IMG_0629
IMG_0638
IMG_0684
IMG_0692
IMG_0709

Glæsileg sýning hjá Siggu Maiju.
Kvenleg snið, falleg mynstur, netasokkar og dökkt yfirbragð einkenndi sýninguna.

Takk fyrir okkur Sigga Maija.
Við bíðum spenntar eftir JÖR sýningunni sem er næst.

Kolbrún Anna Vignisdóttir

RFF-FARAR

Skrifa Innlegg