fbpx

RFF 2017

RFF-FARAR

RFF2015

Trendnet fann þrjá RFF-FARA til viðbótar og spurði þá nokkurra spurninga.

ANNA MAGGÝ

75910_10200866790251989_702191090_n

 Hvaða hlutverki gegnir þú á hátíðinni?
Hjálpa Ellen Lofts með Siggu Maiju sýninguna á föstudeginum og svo er ég að taka myndir baksviðs á laugardeginum.

Hvernig finnst þér að vinna að þessum stóra og skemmtilega viðburði?
Stuð og stemmari.

Skiptir RFF miklu máli fyrir íslenska hönnuði að þínu mati?
Já, hátíðin er alltaf að vaxa og verður betri með hverju árinu. RFF er góður stökkpallur fyrir hönnuði bæði hér á landi og erlendis, fínasta markaðsetning. Einnig er RFF eina alminnilega tískuhátiðin. Ekki má gleyma að þetta er frábær viðburður fyrir alla þá sem vinna í kringum hátíðina, á bakvið hverja sýningu kemur fullt af fólki sem hefur unnið hörðum höndum við skapa loka útkomuna. Svo er líka bara gaman fyrir fólk að koma saman einu sinni á ári að tíska í sig og skemmta sér.

Nú hefur þú unnið að mörgum mismunandi verkefnum, hvað er eftirminnilegast?
Aaaaaa ekki hugmynd, mér finnst alltaf gaman og eftirminnilegt að vinna með hressu og skemmtilegu fólki.

Hvað finnst þér um tískuna á Íslandi?
Tískan er eins og veðrið, misjöfn eftir dögum og árstíðum og nokkuð ófyrirsjánleg, sem gerir tískuna hér óvænta og spennandi.

MANUELA ÓSK

11063327_806464332764251_1055734162_n

Hvað finnst þér um hátíðina?
Mér finnst RFF frábært framtak og virkilega hvetjandi fyrir íslenskan tískuiðnað. Það er skemmtilegt að sjá hátíðina vaxa og þroskast – ef svo má segja – og verða sífellt veglegri og vandaðari, og lokka þannig að erlenda gesti – sem gefur hátíðinni enn meira mikilvægi sem stökkpall fyrir íslenska hönnuði.

Hvaða hönnuði ertu spenntust fyrir?
Mér finnst þetta ósanngjörn spurning – hönnuðurnir eru allir svo ólíkir og ég er sjúklega spennt fyrir öllum sýningunum.

Hvað finnst þér um tísku á Íslandi?
Tískan á Íslandi er ágæt – en oft einhæf. Íslendingar mættu þora meira. Annars fagna ég því að við erum flest frekar tískuþenkjandi hérna á þessu litla krúttlega landi – og fylgjumst vel með þrátt fyrir takmarkað aðgengi og úrval.

– 

BERA TRYGGVADÓTTIR

11039940_10205073075540589_2094530616_n

Hvað finnst þér um hátíðina?
RFF er frábær vettvangur fyrir íslenska hönnuði til að koma á framfæri sinni hönnun. RFF hefur frá upphafi vakið mikla athygli erlendra blaðamanna sem eykur sýnileika íslenskra hönnuða á alþjóðavettvangi.

Hvaða hönnuði ertu spenntust fyrir?
Jör. Frábær sýning hjá honum í fyrra og ég er rosalega spennt að sjá hvað hann gerir í ár.

Hvað finnst þér um tísku á Íslandi?
Tiskan á Íslandi er mjög fjölbreytt. Stelpur þora að vera öðruvísi og prófa nýja hluti. Mér finnst hinsvegar að við mættum vera duglegri að klæðast litum, ekki svona mikið svart og grátt. Þó það sé oft mjög flott og klassískt.

Við þökkum þeim kærlega fyrir spjallið!

Munið að merkja ykkar trendmóment með #trendlight !!!

Lísa Hafliðadóttir

INTERVIEW - NIKOLAJ NIELSEN

Skrifa Innlegg