Sigurlaug Dröfn betur þekkt sem Silla er annar af tveimur key makeup artistum Reykjavík Fashion Festival í ár. Silla hefur gríðarlega reynslu og þekkingu af heimi förðunar á Íslandi en hún ásamt Söru Dögg stýra Reykjavík Makeup School sem er einn vinsælasti förðunarskóli landsins þessa stundina. Saman stýra þær stöllur teymi af hæfileikaríkum förðunarfræðingum sem eiga það öll sameiginlegt að hafa lært förðun hjá þeim og starfa í dag við fagið. Teymið mun vinna lúkkin með vörum frá NYX Professional Cosmetics sem er eitt vinsælasta förðunarmerkið í dag.
Silla hefur brallað margt á sínum ferli og við fengum að kynnast henni aðeins og heyra hvernig undirbúningurinn fyrir RFF fer af stað!
Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir
Hversu lengi hefurðu starfað sem förðunarfræðingur?
Ég hef starfað sem förðunarfræðingur í um 7 ár.
Hvað stendur helst uppúr á ferlinum?
Það helsta er auðvitað opnun Reykjavík Makeup School ásamt öllum þeim námskeiðum sem ég hef sótt erlendis hjá þekktum förðunarfræðingum, einnig verð ég að nefna masterclass námskeiðin sem við Sara höfum haldið hér með stórstjörnum úr makeupheiminum.
Silla og Sara stóðu fyrir masterclass námskeiði þar sem Karen Sarahi Gonzales sem er betur þekkt sem @iluvsarahii og er frægur förðunarfræðingur.
Hvernig hefur undirbúningur gengið fyrir RFF?
Þetta hefur allt saman gengið mjög vel, við lögðum upp með að vera vel undirbúnar og skipulagðar fyrir þetta verkefni og allt gengið svakalega vel.
Hverju ertu spenntust fyrir í tengslum við RFF?
Að vinna með öllu þessu flotta fólki sem kemur að RFF og auðvitað makeup teyminu okkar. Það er okkur gríðarlega mikilvægt að fá svona stórt og flott verkefni, bæði fyrir okkur Söru að vera key artistar hátíðarinnar og einnig að útskrifaðir nemendur okkar fái tækifæri til að farða á þessari hátíð og bæta við sig ennþá meiri þekkingu og reynslu.
Hvaða 5 vörur frá NYX Professional Cosmetics eru ómissandi í snyrtibuddunni þinni?
Ég á alveg þónokkrar uppáhalds vörur frá NYX. Warm Neutrals Ultimate Shadow Palette , Prismatic Shadows sérstaklega í litnum Fireball og Savage en allir flottir, Hot Single Shadow í litnum Stiletto, Lid Lingerie í litnum Sweet Cloud nr 1, Eyeshadow Pigment í litunum Stunner og Vegas Baby og Ombre kinnalitur í litnum Peach .
Förðun eftir Sillu sem birtist í Fréttablaðinu…
Hvað tekur við eftir RFF?
Eftir RFF tekur við nýtt námskeið í Reykjavík Makeup Schoool sem hefst 27.mars og skipulagning á næsta masterclass námskeiði sem við Sara munum standa fyrir á þessu ári, það er alltaf nóg að gera hjá okkur og við erum uppfullar af skemmtilegum hugmyndum fyrir framtíðina hjá Reykjavík Makeup School.
Hvaða förðunarráði getur þú deilt með lesendum sem er þér ómissandi í starfi!
Nr. 1. 2. og 3. er að hugsa vel um húðina, þrífa hana kvölds og morgna því húðin er grunnurinn af fallegri förðun .
Kærar þakkir fyrir þetta Silla! – Gott gengi á hátíðinni
RFF//Trendnet
Skrifa Innlegg