fbpx

RFF 2017

RFF POP-UP BLOGG

RFF2017

Þá er komið að skemmtilegasta tíma ársins. Reykjavik Fashion Festival er að bresta á og við erum komin í gírinn! RFF er einn stærsti viðburður okkar Íslendinga þegar kemur að tísku og því við hæfi að Trendnet standi í fremstu víglínu.

Við munum fara vel yfir alla þætti hátíðarinnar meðan á henni stendur og halda úti sérstöku RFF pop-up bloggi í samstarfi við Egils Kristal.

11755724_10153055291051716_7770772258879643902_n

Við munum fylgjast með og segja ykkur frá undirbúningi hátíðarinnar og hönnuða, fjallað verður um allar sýningar í beinni, kíkt baksviðs og skoðað hár og förðun ásamt því að fylgjast með götutískunni hjá gestum hátíðarinnar.

Þær sem koma til með að halda utan um RFF bloggið í ár eru þær Rósa María Árnadóttir, góðvinkona Trendnet fjölskyldunnar. Hún hefur undanfarin ár slegist í lið með okkur á RFF og ásamt henni verða Trendnet bloggararnir Hrefna DanMelkorka Ýrr og Sigríður Margrét á vaktinni og munu þær ekki láta neitt framhjá sér fara næstu daga.

17362568_10212378717853186_698701625267565880_n Rósa María Árnadóttir

mynd-trendnet

Hrefna Dan

Processed with VSCO with nc preset

Melkorka Ýrr

11742726_773756752744264_4312699187837790430_n

Sigríðurr

Trendnet bloggarar gegna einnig öðrum hlutverkum á hátíðinni og munum við sjá Andreu Röfn ganga vel valda tískupalla og Steinunn Edda mun láta til sín taka á makeup sviðinu.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á RFF bloggið og hlökkum til sýna ykkur frá hátíðinni. Leyfið okkur að fylgjast með ykkar trend mómentum um helgina með því að merkja #TRENDNET á ykkar Instagram myndir.


Trendkveðjur!

Fólkið á RFF - LAUGARDAGUR

Skrifa Innlegg