Það var margt um manninn á RFF í Hörpunni á laugardaginn þegar íslenskir hönnuðir frumsýndu fatalínur sínar fyrir næsta haust. Trendnet tók púlsinn á gestum hátíðarinnar milli sýninga og spurði þá álits.
Agla Friðjónsdóttir og Vala Valþórsdóttir um Farmers market: Gullfalleg sýning, gaman hvað bakgrunnur, tónlist og fötin spiluðu vel saman. Módelin voru eins og leikarar. Í heildina mjög falleg lína og margt sem við gætum hugsað okkur að klæðast.
Þórunn Ívarsdóttir um Ziska: Ég hafði ekki fylgst áður með merkinu Ziska og það kom mér skemmtilega á óvart. Flott opnunarvideo og innblásturinn sást greinilega. Mjög flott sýning og föt sem hægt væri að klæðast beint af sýningapallinum og ég væri til í að eignast.
Ása Ninna um magneu: Finnst sýning magneu hafa staðið upp úr af þeim sem hafa verið sýndar hingað til. Heildarlúkkið mjög flott, bæði föt og sýning glæsileg. Augljóst að hérna eru mikir hæfileikar á ferðinni.
Andrea Magnúsdóttir um magneu: Ótrúlega flott visual uppsetning og fallegt knitwear. Hönnun Magneu er ferskur andblær í íslensku tískufóruna.
Gunnþórunn Jónsdóttir um magneu: Flottasta sýningin hingað til og kom mjög vel út. Hefði þó viljað fá að sjá fleiri show-pieces en í heildina mjög flott sýning
Þórunn Káradóttir um E L L U: Mjög flott sýning og opnunarvideoið ótrúlega flott. Ákveðið girl power þema, var mjög ánægð Indipendent Women í lokin með Queen B.
Margrét Björnsdóttir um REY: Öll sýningin stórglæsileg, svarti samfestingurinn stóð upp úr. Væri til í að klæðast öllu, glæsilegt – rauða matching dressið líka sjúkt.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir um REY: Sú sýning sem kom mér mest á óvart hingað til. Hvíta kápan geggjuð og flottur rauði liturinn. Silfur outfittin og höfuðskrautin líka ótrúlega flott.
Sigrún Aðalheiður Eiríksdóttir um Sigga Maija: Flott lína, en hefði viljað fá að sjá meira show og tónlist sem passaði betur við. Fötin mjög flott, fyrsta bláa settið og rauði toppurinn sem var opinn í bakið voru uppáhalds pieces frá sýningunni.
Stefanía Rós Thorlacius um Cintamani: Rosalega flott og fannst þetta ein af bestu sýningunum hingð til, löng og flott lína. Appelsínuguli liturinn var alveg truflaður. Líka flott heildarlúkkið með bláu síðu úlpunni og Tolla úlpan stóð upp úr.
Hófí Sigurðardóttir um JÖR: Sýningin var vægast sagt tryllt. Ég horfði nú reyndar mest á dömu fatnaðinn og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Flottar og klæðilegar flíkar. Ég læt mig ekki vanta þegar haust lína JÖR mætir í búðirnar.
Þökkum álitsgjöfum okkar kærlega fyrir spjallið -sjáumst á RFF 2015.
–
Margrét Þóroddsdóttir
Skrifa Innlegg