fbpx

RFF 2017

Módelspjallið – Vera Hilmars

RFF2013

Vera Hilmarsdóttir er ein þeirra sem mun ganga sýningarpallana á RFF í Hörpunni á laugardaginn.

Trendnet fékk að spyrja Veru nokkurra spurninga.

Hvað ertu búin að starfa sem fyrisæta lengi? ,,Síðan 2006 minnir mig.”
Skemmtilegasta verkefni? ,,Hmm erfitt, ég get ekki valið neitt eitt. Skemmtilegustu verkefnin finnst mér samt alltaf vera þegar maður vinnur með góðu, skemmtilegu og lífsglöðu fólki.”


Hefuru áður tekið þátt í RFF? ,,Já ég hef áður tekið þátt.”
Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni? ,,Ég tel mig hafa heilbrigðan lífsstil svo það er enginn
sérstakur undirbúningur.”


 

Hvert ferðu í klippingu? ,,Ég klippi hárið mitt sjálf.”
Fegrunarráð? ,,Ein snilld sem ég fattaði um daginn til að sleppa við að vera alltaf með maskara. Það er að bretta augnhárin og setja smá vaselín a þau. Hljómar kannski ekkert alltof vel að setja vaselín á aughárin, en þau virka dekkri og eftir einhvern tíma verða þau lengri og þykkari.”

Þökkum Veru kærlega fyrir þetta.
Margrét Þóroddsdóttir

Tískuvaka RFF

Skrifa Innlegg