fbpx

RFF 2017

Módelspjallið – Sara&Magdalena

RFF2014

Sara Karen Þórisdóttir og Magdalena Sara Leifsdóttir eru meðal þeirra sem munu ganga sýningarpallana á RFF í Hörpunni á morgun.

Trendnet fékk að spyrja þær nokkurra spurninga um módel ferilinn og lífið.

 

SARA KAREN

sarak01

Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?

Hann byrjaði eins og hjá svo mörgum, þar sem Andrea Brabin hjá Eskimo pikkaði í mig í Kringlunni og bauð mér að koma á skrá. Þetta var örugglega fyrir um áratug síðan.

Áttu þér uppáhalds módel sem er þér fyrirmynd?

Kannski ekki beint fyrirmynd, en það er alltaf gaman að fylgjast með hvað aðrir eru að gera.

 

sarak02
Áður en þú byrjaðir að módelast, hafðir þú áhuga á tísku?

Ég byrjaði eiginlega að vinna áður en ég hafði eitthvað tískuvit til að tala um, þannig að ég myndi segja að það hafi komið með starfinu.

Skemmtilegasta verkefni hingað til?

Ég hef verið ótrúlega heppin og fengið að takast á við fjölbreytt verkefni. Það sem mér finnst dýrmætast í þessu eru ekki verkefnin sjálf heldur fólkið sem ég kynnist og staðirnir sem ég fæ að heimsækja.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF í ár?

Ég er mjög spennt fyrir hátíðinni í ár og þá sérstaklega magneu og siggu maiju.

 

sarak03
Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?

Það er mjög misjafnt og fer algjörlega eftir verkefninu, en ég mæti með jákvætt hugarfar og geri mitt besta til að hjálpa hönnuðum eða auglýsendum að koma sér og sínum vörum á framfæri, eftir því sem við á.

Framtíðarplön?

Ég er opin fyrir öllu og er sífellt að leita að nýjum og spennandi tækifærum.

MAGDALENA SARA

10011392_10203519013475016_1117002442_n

Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?

Ég tók þátt í Elite model look keppninni árið 2011, þegar ég var 14 ára. Í dag er ég með samning úti við Elite og er búin að fara út tvö seinustu sumur til Milano, París og London. Svo hef ég farið út þegar það koma upp verkefni.

Áttu þér uppáhalds módel sem er þér fyrirmynd?

Kate Moss hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér ásamt Behati Prinsloo.

1555894_10203519016195084_824192449_n
Áður en þú byrjaðir að módelast, hafðir þú áhuga á tísku?
Já ég myndi alveg segja það. Áhuginn hefur samt aukist mikið unafarin ár.


Skemmtilegasta verkefni hingað til?
Skemmtilegasta verkefni sem ég hef farið í hinga til er þegar ég fór í myndatöku fyrir Franska ELLE. Við fórum aðeins út fyrir borgina á franskt sveitasetur. Og svo var gaman að vinna með Mark Strong í einni töku í London.


Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF í ár?
Mér finnst vera ótrúlega margir og flottir hönnuðir sem taka þátt í ár. Get bara ómögulega gert upp á milli þeirra. Vonast til að sjá þær sýningar sem ég get.

 

light14


Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?

Reyni að ná góðum svefn og borða vel því þau geta oft tekið mjög langan tíma. Og maður veit eiginlega aldrei við hverju maður á að búast.

Framtíðarplön?

Hef brennandi áhuga á að láta reyna meira á fyrisætubransann í kannski smá blandi við nám.

Við þökkum Söru Karen og Magdalenu kærlega fyrir spjallið!
Stóri dagurinn er á morgun, við hlökkum til!

Rósa María Árnadóttir.

 

 

Uppselt á RFF 2014

Skrifa Innlegg