fbpx

RFF 2017

Í BEINNI: SCINTILLA

RFF2015

Önnur sýning dagsins var að ljúka rétt í þessu – Schintilla! Mikil spenna ríkti meðal áhorfenda þar sem enginn vissi hverju við mátti búast frá þessu æðislega merki sem hingað til hefur hannað heimilistextíl-línu en ekki föt. Línan kom skemmtilega á óvart.

Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna?

Scintilla snýst um grafík og liti en munstrin eru inspreruð af öllu sem að er í kringum mig. , bæði manngerðum hlutum og landslagi. Svo erum við að nota náttúruleg lífræn efni sem því að okkur er ekki sama um náttúruna.

Hvaða skilyrði leggur þú helst uppúr að hönnun þín uppfylli?

Það skiptir mig miklu máli að fötin séu þægileg og auðvelt að hreinsa þau og svo auðvitað á sæmilega viðráðanlegu verði.

Skemmtileg uppákoma sem gerðist í hönnunarferlinu?

Það eru alltaf skemmtilegar uppákomur hjá okkur . Fötin eru ekki okkar eina vara og við erum alltaf að hanna allskonar annað. Ég í raun get ekki nefnt neitt eitt ákveðið. Skemmtilegasta uppákoman verður auðvitað sýningin okkar!

IMG_1956

IMG_1920

IMG_1910

IMG_1885

IMG_1880

IMG_1871

IMG_1843

IMG_1832

IMG_1823

IMG_1816

IMG_1803

IMG_1784

Hlýjir pastel litir voru einkennandi en augljóst var að hönnuður vill hafa þægindi í fyrirrúmi þar sem efnin virtust mjúk og kósý. Þrátt fyrir þægindin náði hönnuður að hafa flíkurnar kvenlegar í sniðinu. Skemmtileg og falleg lína hjá Schintilla sem á eflaust eftir að höfða til margra kvenna sem velja gæði en einnig þægindi.

Rósa María Árnadóttir.

Í BEINNI: ANOTHER CREATION

Skrifa Innlegg