fbpx

RFF 2017

Í BEINNI: MYRKA

Ævinýralega sýningin hennar Hörpu Einarsdóttur Myrka var rétt í þessu að klárast, mikið var hún falleg&rokkuð á sama tíma! Við spurðum Hörpu út í línuna hennar og hönnunarferlið:

Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna?

Línan er innblásin af íslenskum þjóðsögum, og víkinga arfleifð, dulmagnaðri orku og áferð í landslaginu,  hún er skemmtilega blanda af fágaðri klassík með vísun í land og þjóð og grunge, glam rokki. Printið sem ég nota í línunni heitir “Faxi, Faxi” sem var gæðingur djáknans á Myrká, en ég mun einnig frumsýna tískuvideo sem er innblásið af þessari fallegu ástarsögu, um helgina, og var sýnt í lok tískuvikunnar í París síðasta haust.   Efniviðurinn í línunni er cashmere silkiflauel, svart eins og fjörurnar okkar, silfur sem vísar í snjóinn og jöklana, stungur og áferð sem minnir á hraun og mosa, silki, viscose , feldir og ull, með skemmtilegum smáatriðum.

Hvað er skemmtilegast við RFF?
Það er tilfinninginn sem hrýslast um mann þegar öll modelin eru klædd, förðuð og bíða baksviðs eftir að ganga inn á sviðið, það er óttablandin gæsahúðar tilfinning sem er alveg ólýsanleg.  En allt ferlið hefur verið einstaklega gefandi og skemmtilegt, og ég hef aldrei tekið svona langan tíma í undirbúning, þetta hefur verið mjög mikil vinna á lokasprettinum, og oft erfið þegar endar ná ekki saman, en nú er þetta allt að smella og spennan magnast. Það mun norsk þjóðlaga söngkona opna sýninguna með völvuseið sem mun setja stemninguna í upphafi og leiða okkur inn í minn kyngimagnaða MYRKA heim, ekkert dramatískt.. haha.

 Hvað er íslensk hönnun fyrir þér?
Stórt er spurt, hönnun hér á landi er í afar mikilli mótun ennþá, en ég veit að ungir fatahönnuðir á íslandi munu ná langt í tískuheiminum í nánustu framtíð ef þeir fá stuðninginn til að sýna hvað í sér býr. Annars var amma mín fyrsti hönnuðurinn sem ég kynntist, þó orðið hönnuður væri eflaust ekki til þegar hún var ung, ég held að hún hafi verið mér mikill innblástur og áttblaða ullarsokkarnir hennar eiga sinn þátt í að ég fór að rannsaka íslenskan vefnað og ull. Mér finnst þó mjög pirrandi þegar allt er kallað hönnun, og mér finnst að það eigi að vera lögverndað hvað þú getur kallað hönnun og hvað ekki! Það eru margir sem átta sig ekki á þessu og þar finnst mér við vera aftarlega á merinni, það er grafið undan fólki sem er menntað í greinninni með túristavæddri “hönnun” um allar tryssur. Fólk gerir ekki greinamun á þessu og hermir óspart eftir næsta manni til að græða.

Hvaða skilyrði leggur þú helst uppúr að hönnun þín uppfylli?
Að allt sem verður framleitt sé í hæsta gæðaflokki, að varan endist og að hægt verði að fá upplýsingar um hvar og hvernig varan var gerð og af hverjum. Náttúruvernd, vistvæn framleiðsla og samfélagsleg ábyrgð verða í forgangi sem og hin listræna heild sem mun einkenna MYRKA.  Ég vil hafa það frelsi að finna leikgleðina í hönnunarferlinu, og númer eitt tvö og þrjú, hafa gaman af því sem ég er að gera, um leið og sköpunargleðin er orðin af kvöð þá get ég alveg eins pakkað niður og haldið mig við málningarpennslana.

Áttu þér uppáhalds flík í línunni? Ef svo er, hver og afhverju?
Já.. það er bæði uppáhalds og mest óþolandi flíkin, kápan Katla, sem ég var í tvær vikur að hnoða saman og var allan tíman alls ekki viss um að hann myndi ganga upp,  en hún gerði það og er nú uppáhalds flíkin mín, en ég mun aldrei aftur gera svona flík sjálf! Ef þessu kápa slær í gegn þá þarf ég að einfalda hönnunina töluvert svo framleiðsla svari kostnaði!  En hún er upphafið á einhverju mjög spennandi, það er ég viss um.

img_4421

img_4431

img_4436

img_4452

img_4477

img_4484

img_4491

img_4503

img_4509

img_4517

img_4539

img_4555

img_4567

img_4573

img_4582 img_4594

img_4603

img_4610

img_4623

img_4632

img_4641

img_4647

 

Við óskum Hörpu innilega til hamingju með þessa stórkostlegu sýningu, hún kickstart-aði RFF með stæl!

Rósa María Árnadóttir

HÁRIÐ Á RFF

Skrifa Innlegg