fbpx

RFF 2017

Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir

RFF2013
Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir er stílisti og var eitt sinn partur af hönnunarteymi Aftur sem Bára, systir hennar, sér um núna. Hrafnhildur hefur í gegnum tíðina stíliserað fjöldan allan af auglýsingum, stuttmyndum, tískuþáttum og sýningum.
Í ár kemur Hrafnhildur að skipulagningu RFF með ýmsum hætti og af því tilefni tók Trendnet stutt spjalla við hana um hátíðina.

Mynd: Michale Nevin

Hvaða hlutverki gegnir þú fyrir hátíðina?

Ég er stílisti og sé um sýninguna fyrir JÖR by Guðmundur Jörundsson og hef aðeins hendur í hári með sýninguna fyrir REY. Fyrir utan það er það hluti af vinnunni minna að fylgjast með hvað er að gerast í bransanum.

Hvernig finnst þér að vinna að þessum stóra og skemmtilega viðburði?

Mér finnst það mjög gaman. Ég hef mjög gaman af öllu umstanginu við að setja upp tískusýningar og fólkið sem ég er að vinna fyrir er yndislegt og með húmorinn á réttum stað.

Skiptir RFF miklu máli fyrir íslenska hönnuði að þínu mati?

Já hátíðin er að vaxa og verða betri og betri. Það er frábært tækifæri fyrir hönnuði að geta fengið að sýna á alvöru tískusýningu á sínum heimavelli, það er ekkert hlaupið að því að fá að sýna í New York eða París t.d. Einnig finnst mér RFF stórkostlegur atburður fyrir allt annað fagfólk sem kemur að sýningunum. Það má ekki gleyma því að bak við hverja sýningu er her af fólki sem vinnur við að skapa loka útkomuna og það er frábært fyrir allt þetta fagfólk að koma saman einu sinni á ári og hamast í tískunni.

Mynd: Ruediger Glatz

Átt þú þér uppáhalds merki meðal þeirra hönnuða sem eru að sýna í ár?

Já þeir hönnuðir sem ég er að vinna fyrir eru mínir uppáhalds, JÖR og REY.

Er eitthvað öðruvísi eða nýtt við hátíðina í ár sem hefur ekki verið áður?

Já það er ýmislegt. Sýningin er einn dagur í ár en ekki tveir og fer fram yfir daginn sem er eins og það tíðkast oftast erlendis. Mér finnst það faglegra. Í ár eru þýskir meistarar sem eru að sjá um umgjörðina á sýningunni, ég er mjög spennt yfir því. Þeir eru með yfirsýn yfir allar útfærslur á rýminu, lýsingu, sviðsetningu og svo framvegis. Svo ég býst við engu öðru en þýskum gæðum í bland við íslenska tryllinginn.

Hverju ert þú spenntust fyrir varðandi morgundaginn?

JÖR og REY auðvitað, en almennt er ég bara spennt að allt gangi vel. Módelin nái að hlaupa milli sýninga svo að hár og förðunar herinn geti skilað sínu besta, engin detti og að allt sé stórglæsilegt. En fyrst og fremst er ég spennt yfir því að allir mæti í stuði og tíski yfir sig.

Lísa Hafliðadóttir

JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON

Skrifa Innlegg