fbpx

RFF 2017

Hárið á RFF

Það er engin önnur en Theodóra Mjöll Skúladóttir hárgreiðslukona og bloggari hér á Trendnet sem sér um hárið á RFF í ár ásamt Steinunni Ósk. Við tókum stutt spjall við Theodóru um hátíðina og undirbúninginn.

1

Hver er bakgrunnur þinn í faginu?
Ég útskrifaðist úr Iðnskólanum í Reykjavík 2008 og hef verið að vinna bæði á Rauðhettu og úlfinum ásamt því að vera frílans hárgreiðslukona í alls kyns verkefnum.

Getur þú sagt okkur frá teyminu sem verður með þér í Hörpu?
Teymið sem við Steinunn Ósk skipum er valið af mikilli gaumgæfni og eru allir sem taka þátt í RFF með okkur eitt færasta hárgeiðslufólk landsins. Við vinnum undir Label.m hárvörumerkinu og erum búin að undirbúa bæði fagfólkið vel fyrir hátíðina og alla þá sem koma nálægt henni með okkur.

Screen Shot 2015-03-12 at 12.26.17

Theodóra og Steinunn.

Er undirbúningurinn búinn að vera mikill til þessa?
Já vægast sagt. Þar sem við erum að hanna lúkkin í samvinnu við hönnuðina þá tekur það oft langan tíma og krefst mikils undirbúnings áður en farið er af stað. Við vinnum hárið út frá línunni og sminkinu (og sminkið er einnig unnið út frá línunni og hárinu) og er þverfaglegt samstarf því lykilatriði góðs árangurs. Fyrir utan hárvinnuna sjálfa þá er gríðarlega mikil skipulagning sem býr að baki RFF sem við Steinunn höfum þurft að leggja svita og tár í. Sýningarnar eru að hluta til raðaðar út frá hári og sminki og þarf því að tímasetja sig vel.

Hvað er mikilvægast þegar kemur að því að sinna svona stóru hlutverki á svona flottri hátíð?
Að vera góður í samskiptum, góður í að aðlagast breytingum, faglegur og hugmyndaríkur.

Screen Shot 2015-03-12 at 12.26.00

Screen Shot 2015-03-12 at 12.26.36

Hvaða hönnuð ert þú persónulega spenntust fyrir að sjá um helgina?
Ég er spennt fyrir öllum. Auðvitað eru sumir hönnuðir sem höfða meira til mín persónulega en það gerir mig þó ekki endilega spenntari fyrir þeim. Ég elska fjölbeytileikann sem einkennir RFF í ár og það verður sko sannarlega eitthvað fyrir alla að sjá og dást að.

Við þökkum Theodóru kærlega fyrir spjallið og óskum henni góðs gengis í öllu brjálæðinu um helgina.

Lísa Hafliðadóttir

Módelspjallið - Andrea Röfn

Skrifa Innlegg