RFF 2017

Hárið á RFF 2014

RFF2014

Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari sá um hárdeildina á RFF í ár ásamt fríðu föruneyti. Fríða hefur styrkt deildina síðustu tvö ár en þetta var í fyrsta sinn sem hún tók að sér að sjá um hárdeildina og það með yfirhönnuði frá hárvörumerkinu Moroccanoil, Angelo Fracicca. Við tókum smá spjall við Fríðu.

Frida í Israel

Hver er bakgrunnurinn þinn í faginu?

Við hjónin stofnuðum árið 2003 fyrirtækið okkar Regalo sem er umboðsaðili fyrir hin heimsfrægu hárvörumerki TIGI Bed Head og MOROCCANOIL. Hár og umhirða hárins er mitt aðaláhugamál og er svo heppin að vera með þessi flottu hárvörumerki sem bjóða uppá svo mikið inná stofunum. Kennsla og menntun er mitt fag og tenging við merkin úti og innblástur þeirra hingað heim til íslenska hárfagmanna er mín deild. Þetta er skemmtilegt og krefjandi, stöðugt er maður að uppæra sig og læra einhvað nýtt sem er svo frískandi og gaman.

DSC_0078

Getur þú sagt okkur frá teyminu sem var með þér í Hörpu?

Moroccanoil er stoltur styrkaraðili RFF þetta árið og skartar þremur erlendum fagmönnum ásamt 25 manna íslensku úrvals hárfagmönnum. Með okkur eru flottir stofueigendur og þeirra starfsfólk. Stofur eins og Modus Smáralindinni, Hár og Rósir, Hárbeitt, Passion og Funky Hárbúlla báðar á Akureyri, Höfuðlausnir og margir fleiri sem leggja okkur hjálparhönd um helgina. Moroccanoil teymið í New York hefur unnið hörðum höndum með mér og teymi RFF að setja þetta saman og stákarnir Angelo Fracicca, Eloy Molina og vörumerkjastjórinn Ghazaleh koma og sjá til þess að hárdeildin rúlli flott enda mjög vanir tískuvikum útum allan heim, einnig hafa þeir unnið hár fyrir sjálfan Óskarinn enda gefur merkið sig út fyrir að hanna greiðslur í öllum formum sem viðkemur hárviðburðum í Hollywood.

DSC_0290

Angelo og Model
Angelo Fracicca

Hverjar voru áherslur hönnuðanna varðandi hárgreiðslurnar?

Farmers Market: Hér voru hönnuð þrjú mismunandi lúkk, öll mjög rómantísk sem áttu að undirstrika rólegan sunnudag þar sem allir voru uppáklæddir uppá sitt besta. Lausar fléttur í anda Frida Kahlo, 19 aldar. Tvær hrikalega sætar ungar blómastelpur fengu lausar fléttur líka. Við notuðum hér Root Boost efni til að fá góða lyftingu í rótina og sjálfa Moroccanoil olíuna. Einn herra var svo með hatt.

Ziska: Hjá henna skiptum við hárinu í miðju og gerðum það rennislétt með smá vinnu. Til að halda hliðunum sléttum settum við spil sitthvoru megin á meðan þær fóru í smink til að halda sléttunaráferðinni. Við notuðum Moroccanoil olíuna til að fá áferðina, rakakrem og fullt af Glimmer Shine glans til að setja lokapunktinn yfir.

magnea:  Módelin voru með mjög skemmtilegan hatt svo við gerðum hárið slétt og glansandi og sum módelin klipptum við neðan af hárinu til að fá beina línu og hreina áferð.

ELLA: Innblástur var sterk nútíma kona með glansandi hár og sterka einfalda greiðslu.

REY:  Við blésum allt hárið og notuðum stórt krullujárn, spenntum krullurnar upp og létum þær bíða á meðan módel fóru í smink til að ná dýpt. Angelo Fracicca greiddi svo hverju módeli fyrir sig í þessar flottu sterku áferð sem einkenndi REY.

Sigga Maija: Androgynen look, fresh on the go look.

Cintamani: Veðurbarið og útitekið hár með miklum ferskleika.

JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON: Jör vildi svokallað messí hár sem við bjuggum til með saltvatni og áferðin smá reitt, Skiptum hárinu í miðju og notuðm Volume púður til að lyfta rótinni og spreyjuðum svörtu spreyi í rótina. Öll módelin fengu svo svarta hárlegningu á bandi sem fór fyrir framan andlitið. Skemmtilegt lúkk og öðruvísi í anda JÖR.

DSC_0108
Hvernig var þín upplifun af RFF 2014 og hvernig gekk að skila af sér verkefninu?

RFF var frábært verkefni og svakalega gaman að vinna með þessum frábæru og ólíku fatahönnuðum og stílistum og að hjálpa þeim að hanna hárið. Þeir sögðu okkur allir frá innblæstri fatalínanna og yfirhönnuðurinn okkar Angelo Fracicca sá um að gera hártest á föstudeginum fyrir hvern og einn, sem gekk alveg svakalega vel. Við vorum með stórt teymi með okkur sem lögðu verkefninu lið og unnu með mikilli jákvæðni og gleði, sem er alltaf svo gaman. Steminingin var frábær og verkefnið stórt sem gekk vel upp vegna mikils skipulags marga daga áður. Að taka þátt í svona verkefni er ótúlega mikil reynsla og fannst Angelo gaman að sjá Farmes Market og Cintamani á pöllunum þar sem það er mjög ólíkt öllu sem hann hefur séð á tískuvikum erlendis.

DSC_0081

Við þökkum Fríðu kærlega fyrir.

Lísa Hafliðadóttir

RFF - gestaspjall

Skrifa Innlegg