fbpx

RFF 2017

Förðun – RFF 2013

RFF2013

Steinunn Þórðardóttir sér um förðunina fyrir sýninguna hjá Munda og 66°Norður á RFF í ár.

Trendnet fékk að spyrja Steinunni nokkurra spurninga.

Hver er bakgrunnur þinn í faginu?

Ég var hálfpartin plötuð í að læra förðun. Fór í Iðnskólann í Hafnarfirði í iðnhönnun eftir stúdent og ætlaði mér svo að sækja um í arkitektúr. Kynntist svo tveimur stelpum sem voru að opna meiköpp skóla -Emm School of meiköpp og dreif mig á námskeið án þess að hafa hugmynd um að það væri hægt að hafa atvinnu af þessu. Þetta var 2004 og síðan þá hef ég starfað sjálfstætt við tísku, auglýsingar og kvikmyndir.

Skemmtilegustu verkefnin sem þú hefur tekið að þér?

Það er svakalega erfitt að velja eitthvað eitt. En þykir ofboðslega vænt um öll litlu ævintýrin sem mér þykir hvert og eitt verkefni vera. Er svo heppin að hafa fengið að ferðast um allann heim og uppá fjöll og firnindi. Allt frá ströndinni í Mexico til Grænlandsjökulls. Svo stendur auðvitað uppúr allt yndislega fólkið sem ég er farin að horfa á sem nánustu fjölskyldu.

Hefuru tekið þátt í RFF áður og ef svo er hvað er öðruvísi í ár frá fyrri árum?

Ég sá um fyrstu RFF hátíðina þannig að ég hef fylgst með henni vaxa og dafna og finnst gríðarlegur munur á öllu skipulagi og í raun öllu umhverfinu.

Sumartrendin í make-up?

Með sumrinu finnst mér meiköpp alltaf minnka, litir verða bjartari og áhersla á náttúrulega fallega húð.

Uppáhalds ,,must-have” snyrtivara?

Kókosolía er algjört möst að eiga. Frábær hreinsir og næring á húð og hár. Falleg förðun byrjar nefnilega á hreinni fallegri húð. Og svo spillir ekki hreint matarræði.

Nú ríkir mikil leynd yfir sýningunni hjá Munda og 66°North, er eitthvað sem þú mátt segja okkur um sýninguna eða förðunina? 

Ég ætla ekki að gefa neitt upp með sýninguna hans Munda, annað en kannski það að það hefur mikið verið lagt í hana, hún er unnin af ást og ég er mjög stollt af að fá að vinna með honum.

Eitt af verkefnum Steinunnar um þessar mundir er að farða fyrir Málmhaus, mynd eftir Ragnar Bragsson

Við þökkum Steinnunn kærlega fyrir.

Lísa Hafliðadóttir

Sumarlína Munda

Skrifa Innlegg