Ruth Einarsdóttir er ein af helstu manneskjunum á bakvið tjöldin hjá Farmersk Market ásamt því að vera verslunarstjóri í flaggskipsbúðinni þeirra úti á Granda. Ruth mun vera hægri hönd hönnuðarins Bergþóru fyrir sýninguna á morgun og fengum við að spyrja hana nokkurra spurninga.
Hvaða hlutverki gegnir þú á RFF?
Mitt hlutverk hefur verið að aðstoða hönnuðinn Bergþóru Guðnadóttur eins vel og ég get. Ég verð síðan baksviðs á sýningardegi að aðstoða módelin.
Er eitthvað sem þú mátt segja okkur varðandi sýninguna í Hörpu á laugardaginn?
Ég vil nú ekki uppljóstra neinu um sýninguna sjálfa. Það er svo gaman að vera í eftirvæntingunni. Ég lofa samt áhrifamikilli upplifun. Farmers Market er fyrsta atriðið og byrjar kl 11.
Hvaða línu ert þú spennt fyrir að sjá?
Ég er spennt að sjá Ellu.
Hver myndir þú segja að væri helsti kostur Farmers Market hönnunarinnar?
Fatnaður og hönnun sem að virka. Samsetning efna og sniða. Náttúrleg efni og gæði.
Ég er hrikalega spennt að sjá hvað Farmers Market mun bjóða uppá á morgun!
–
Lísa Hafliðadóttir
Skrifa Innlegg