fbpx

RFF 2017

FÓLKIÐ Á BAK VIÐ TJÖLDIN

RFF2015

Eyjólfur Gíslason sinnir því mikilvæga hlutverki að vera fjölmiðlafulltrúi RFF í ár. Trendnet heyrði í honum hljóðið og fékk að forvitnast um starfið og hans álit á hátíðinni.

537441_10151666103624778_2053432012_n

Hvaða hlutverki gegnir þú á hátíðinni?

Ég er fjölmiðlafulltrúi Reykjavik Fashion Festival í ár og mitt verkefni er að tengja hátíðina við fjölmiðla landsins. Við sem vinnum hjá RFF erum hinsvegar öll í eina og sama liðinu þannig hlutverk okkar geta breyst frá degi til dags. Þess vegna er RFF eins lifandi vinnustaður og hann er.

Hvernig finnst þér að vinna að þessum stóra og skemmtilega viðburði?

Fyrst af öllu þá er það ótrúlega skemmtilegt en um leið mjög krefjandi vinna og fjölbreytileg. Innan RFF starfar hópur fólks sem hefur það að markmiði að gera hátíðina sem veglegasta. Það er mikil samvinna og hver dagur færir okkur nýjar áskoranir og skemmtileg viðfangsefni til þess að vinna með. Þegar stutt er í hátíð eins og núna þá verða dagarnir lengri, stressið meira og eftirvæntingin í hámarki.

13688_10153023018756311_1824541225744912657_n

Skiptir RFF miklu máli fyrir íslenska hönnuði að þínu mati?

RFF skiptir að mínu mati miklu máli fyrir tískuiðnaðinn á Íslandi í heild sinni. Hátíðin er vettvangur fyrir hönnuði til þess að koma hönnun sinni á framfæri, bæði hér heima og erlendis. Frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að markaðssetja og vekja athygli á íslenskri fatahönnun og þeirri þróun og tækifærum sem í henni felast.

Hátíð sem þessi verður að veruleika með góðum samstarfsaðilum okkar í ár sem eru Icelandair, Icelandic Glacial, Blue Lagoon, Coke Light og Centerhotels en stuðningur þessara fyrirtækja er undirstaðan að því hversu vegleg umgjörðin er í kringum hátíðina.

Átt þú þér uppáhalds merki meðal þeirra hönnuða sem eru að sýna í ár?

Það er nánast ómögulegt fyrir mig að taka einn sérstaklega fyrir þar sem merkin sem sýna í ár eiga það öll sameiginlegt að leggja metnað sinn og fagmennsku í allt sem þau gera. Spennan hjá mér er hinsvegar mikil fyrir því að sjá allt saman lifna við á sviðinu í þvílíku sjónarspili en hver og ein sýning verður ákveðin upplifun.

NO6_2015_2-e1425140314791 

Er eitthvað öðruvísi eða nýtt við hátíðina í ár sem hefur ekki verið áður? 

Stærsta breytingin frá hátíðum síðustu tveggja ára er sú að sýningardagarnir verða tveir, á föstudagskvöldinu 13.mars og síðan á laugardeginum 14.mars. Nú í ár er mjög skemmtilegt að segja frá því að við verðum með NOVA Snapchat þar sem tískuáhugafólk og allir þeir sem eru með novaisland á Snapchat geta fylgst með hátíðinni. Þetta er skemmtileg tilbreyting og gaman að upplifa hátíðina með öðrum hætti en áður.

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða inn á midi.is því þeir eru aðeins örfáir eftir.

Við þökkum elsku Eyjó kærlega fyrir spjallið!

Rósa María Árnadóttir.

RFF-farar

Skrifa Innlegg