Veðrið var einstaklega fallegt mánudaginn síðasta í höfuðborginni og ég man ekki eftir að hafa séð svona mikla snjókomu í mörg mörg ár.
Hattur-Mango / Peysujakki-Isabel Marant pour H&M / Trefill-Vila
Nú er hins vegar norðanátt á leiðinni, það er ekki alveg jafn skemmtilegt, sérstaklega þegar maður býr við sjóinn vestur í bæ. Korter í jól og bræðurnir á heimilinu liggja báðir fyrir fárveikir, það er ákveðinn stemmari í því! Finn til með manninum mínum sem er með gubbupest og búinn að heimsækja salernið hátt í 20 sinnum í nótt, maðurinn sem verður aldrei veikur. Ég kenni jólunum alfarið um þetta enda höfum við aldrei verið miklir vinir. Það er samt sem áður mikilvægt að njóta með fólkinu sínu og hvet ég ykkur til þess að gera það og sleppið alfarið jólastressinu, jólagjafir eru ekkert nema aukaatriði ekki gleyma því. Ég og tengdó vorum að skreyta jólatréð í gær og fórum að pæla í því að þetta er nú pínu skrýtin hefð og byrjuðum að hlægja. Að hengja seríur, kúlur og allskyns apparat á tré sem þarf síðan að burðast með út og henda, nokkuð skondið finnst mér.
Einblínið á það sem mikilvægt er, hvort annað og hafið það notalegt saman á Þorláksmessunni.
..
The weather was so beautiful last monday but now storm’s coming. This holiday always makes me a bit blue but it’s always important to spend time with your loved ones, no matter what time of the year. So I hope you all do and forget all about those Xmas stress, presents and other unnecessaries. Just enjoy each other, that’s all there is!
PATTRA
Skrifa Innlegg