fbpx

Pattra S.

KJÚKLINGALASAGNE MEÐ PESTÓ & RJÓMAOSTI

a la Pattra

 Það er sko aldeileis kominn tími á matarbloggi, þó fyrr hefði verið.. Í síðustu viku ákvað ég að hafa kjúklingalasagne í matinn  en eins og oft áður var rétturinn eldaður algjörlega af fingrum fram. Útkoman var virkilega góð og sambýlingurinn minn heimtar að fá þennan rétt aftur fljótlega. Það verður ekki erfitt að láta það eftir honum í ljósi þess að rétturinn er einstaklega auðveldur í gerð.

IMG_3072

Þú þarft :

  • Kjúklingabringur
  • Laukur, Graslaukur, Hvítlaukur
  • Fersk chilí
  • Rautt pestó
  • Heilhveiti lasagneplötur
  • Rjómaostur/Fetaostur
  • Sesamfræ
  • Krydd eftir smekk

IMG_3077

Kjúklingabringur skornar niður og steiktar á pönnu upp úr kókosolíu ásamt kryddjurtunum(hvítlaukur, graslaukur, laukur og chilí) kryddið svo eftir smekk. (ég kryddaði t.d. með oreganó, sojasósu og cayennepipar)

IMG_3080

 Pestóið komið út í mixið, notaði 2 litlar krukkur.

IMG_3084

 Hér var ég búin að sjóða lasagne plöturnar í nokkrar mínutur áður en ég byrjaði að raða. Svo er það bara.. -lasagne plötur, kjúklingamixið ofan á ásamt sesamfræjum, síðan slumpa ég rjómaostinum&fetaostinum yfir eins og sést á myndinni, ég blandaði fetaostinum þarna með einfaldlega vegna þess að rjómaosturinn var alveg að klárast. Annars hefði ég bara sleppt honum.

IMG_3087

Átti rucola&spínat salatmix inn í ísskáp og fannst upplagt að henda því með.

SONY DSC

 Strá svo nóg af osti&oreganó yfir og baka í ofninum þar til osturinn bráðnar og tekur lit.

IMG_3095

Mmmh JÁ!

Ég neyddist til þess að taka myndirnar með símanum þannig að þið reynið að horfa framhjá því að þær eru kanski ekki alveg jafn girnilegar og vanalega. Bragðið aftur á móti.. nomm.

..

It’s really about time for a recipe from yours truly. Last week I made super delicious chicken lasagne, easy dish that will for sure be a regular at this household from now on. Start by frying sliced chicken breasts in the pan with some coconut oil, garlic, onion and chili. Then pour red pesto(I used 2 small jars, shown on pic.1) into the pan. After boiling the wholewheat lasagne pasta for a couple of minutes I began spreading the mix into a baking dish, first pasta –  then the chicken pesto mix on top, fallowed by sesames seeds and cream cheese(pic.4). I had some mixed greens in the fridge so I threw it in there as well(pic.5) -couldn’t really harm ya. Topping it with some cheese and oregano(pic.6) before baking it in the oven until the cheese is melted and golden. Oh so nomm.

PATTRA

SKÝJAÐUR STRANDARDAGUR

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Dagný Björg

    3. March 2014

    Þetta lookar mjög vel! Komið à matseðil vikunnar.

    • Pattra S.

      3. March 2014

      Láttu mig svo vita hvernig til tekst og hvort þér líkaði vel við!

  2. Ásdís

    3. March 2014

    úú lítur vel út. hvað ertu með margar kjúklingabringur?

    • Pattra S.

      3. March 2014

      TakkTakk. 350g af bringum var passlegt fyrir okkur tvö, setja bara nóg af grænu með ;)

  3. Aðalheiður

    5. March 2014

    NAMMI þetta er sjúklega gott ! Þetta verður eldað aftur fljótlega :)
    Fleiri uppskriftar færslur!

    • Pattra S.

      6. March 2014

      Frááábært að heyra! ;) Verð dugleg að finna uppá einhverju sniðugu og öðruvísi. Einstaklega gaman að þessu.

  4. Lára B.

    6. March 2014

    Meira af matarbloggi a la masterchef Pattritzimo ;)

    • Pattra S.

      6. March 2014

      On it Lortzio ;)

  5. Steinunn

    7. March 2014

    Sæl Pattra, ég prófaði þennan rétt í gær og ég verð bara kommenta hér og hrósa þér fyrir. Hann var rosalega góður og kærastinn minn hakkaði hann í sig :) Takk fyrir uppskriftina

    • Pattra S.

      11. March 2014

      Snilldin ein ;) Það gleður mig að heyra!