fbpx

Pattra S.

HÚRRA!

Inspiration of the dayJ'ADORE

..Fyrir akkúrat ári síðan!

Okkar indælis heimasíða er ársgömul í dag, Trendnet lengi lifi -Húrra Húrra Húrraaaa(!)

Þið kæru lesendur gerið bloggið okkar og við erum hjartanlega þakklát fyrir ykkar heimsóknir og athugasemdir, svo mikið að það eruð ÞIÐ sem fáið afmælisgjafir í tilefni dagsins. Það verður dregið af handarhófi á FB eða #trendnet á instagram en sjálf langar mig að heyra aðeins frá ykkur. Endilega skiljið eftir comment sem má auðvitað vera hvað sem er, örstutt um ykkur sjálf – hvað ykkur líkar við Trendnet – hvað má betur bæta – ALLT milli himins og jarðar! Ég mun síðan draga úr í lok dagsins og ykkar bíður skemmtileg gjöf.

TAKK fyrir að kíkja við.

..

Today is the first birthday of our wonderful website and I could not be happier to be a member of this beautiful blog-team! May all of our wishes come true on this upcoming blog-year. Hurra!

PATTRA

VIANDEN

Skrifa Innlegg

20 Skilaboð

  1. Kolfinna

    9. August 2013

    Það sem mér finnst svo gott við trendnet er að maður getur alltaf kíkt á síðuna og fundið eitthvað sem mður hefur áhuga á því fjölbreytileikinn er svo mikill! :) til hamingju með afmælið trendnet!

  2. Ísabella

    9. August 2013

    það sem mér líkar best við trendnet að alltaf þegar maður kíkir á síðuna er einhvað að skoða, þið eruð svo ör að setja inn nýja pósta og það er alltaf einhvað nýtt að skoða. Svo þyikir mér rosalega sniðugt hvernig þið hafið verið að nota instagram og fá fólk til að vera með í síðunni.
    Til hamingju með afmælið !

  3. Erla Hrönn

    9. August 2013

    Mér líkar rosalega vel við trendnet af því að þið eruð svo margir og fjölbreyttir bloggarar sem eru staðsettir á mismunandi stöðum í heiminum svo það verður aldrei einsleitt og leiðinlegt. Aliir hafa svona sína eiginleika og blogga um mjög mismunandi hluti.
    Sjálf er ég algjör flakkari og hef verið búsett í 3 löndum síðastliðið ár (er nú á íslandi) og finnst því líka gaman að sjá nokkur blogg sem eru héðan og þaðan úr heiminum, þá sérstaklega Danmörku þar sem ég bjó í Horsens um nokkurt skeið.
    Takk fyrir frábæra síðu og til hamingju með afmælið :))

  4. Jovana Stefánsdóttir

    9. August 2013

    Kiki hingað hvern einasta dag frábært að hafa skemmtilega bloggara a sama stað :)

  5. Rakel Rún

    9. August 2013

    Til hamingju með afmælið elsku Trendnet! Ég kíki hérna inn á hverjum degi, elska að sjá alltaf eitthvað nýtt og fjölbreytilegt.

  6. Auður

    9. August 2013

    Ég er 25 ára mamma, nemi í Háskóla Íslands og unnusta svo dæmi séu tekin:) Ég hef fylgst með þessari síðu síðan hún var sett upp fyrir ári síðan og hef alveg svakalega gaman af, fjölbreytileikinn er svo mikill. Þið eruð líka svo dugleg að setja inn nýjar færslur þannig það er alltaf eitthvað nýtt að skoða. Hér inni er allt fyrir alla – sama hvert áhugamálið er. Takk fyrir mig :)

  7. Arna Þorsteinsdóttir

    9. August 2013

    Til lukku með 1 árs afmælið glæsilega fólk! =) Alltaf jafn gaman að kíkja við hjá ykkur og sjá það nýjasta og heitasta sem um er að vera!.. Fjölbreytileikinn er klárlega það sem heldur síðunni lifandi og mun ábyggilega gera um ókomin ár <3

  8. Sól Margrét

    9. August 2013

    Takk fyrir æðislegt blogg! Ótrúlega gaman að lesa bloggið kíkji hérna inn daglega enda svo þæginlegt að hafa íslenska bloggara saman á einum stað. Mér finnst bloggið mjög gagnlegt og skemmtilegt og væri spennandi ef að í framtíðinni myndu koma inn svona style video eitthvað í sama dúr og hún á reykjavíkfashionjournal er að gera með sýnikennslumyndböndunum. Annars til hamingju með afmælið. :)

  9. Guðnjörg Lára

    9. August 2013

    Til hamingju með afmælið Trendnet :) Í hvert skipti sem ég fer inná síðuna er eitthvað nýtt til að lesa og fá hugmyndir eða inspiration. Elska hvað fjölbreytileikinn er mikill á einni síðu. :)

  10. Bergþóra

    9. August 2013

    ég luva trendnet!

  11. Sæunn

    9. August 2013

    By far besta íslenska lífstíls/blogg síðan. Húrra fyrir ykkur!

  12. Gunnur

    9. August 2013

    Ég skoða Trendnet á hverjum degi og það er ein af mínu uppáhalds síðum á netinu!!
    Elska hvað það er mikill fjölbreytileiki í bloggunum hjá ykkur – endilega haldið svona áfram, þið eruð frábærar :)

  13. Hrafnhildur

    9. August 2013

    Til hamingju með afmælið Trendnet! Ég hef lengi beðið eftir svona síðu og skil eiginlega ekki afhverju erlendir bloggarar eru ekki fleiri með sams konar síður og þið! Hérna fær maður færslur og upplýsingar um flest það sem snertir áhugasviðið og getur líka fylgst með hvað er að gerast á íslandinu góða :) svo er best að nota elsku bloglovin til að fylgjast með! Íslenskar síður eru líka svo skemmtilegar hvað það varðar að manni finnst maður kannast við alla og auðvelt að setja sig í spor bloggara – meiri internet-fjölskyldu fílíngur í þessu en með erlendu bloggin ef það er hægt að orða það þannig :)

  14. Hera

    9. August 2013

    Frábær síða til að fá hugmyndir og inspiration!

  15. Elín Sólborg

    9. August 2013

    Trendnet er að mínu mati búin að blása lífi í alla bloggstarfsemi á Íslandi. Í gegnum Trendnet getur maður séð eitthvað sem maður hefur ekki skoðað áður – búðir, fatamerki, listamenn, förðunarvörur og lífsstíl. Alltaf jafn gaman að koma hingað inn og hlakka ég til að skoða fram að næsta afmæli !

  16. Hjördís

    9. August 2013

    Til hamingju með daginn Trendnet! Ég elska að það er hægt að fá svona fáránlega mikinn fjölbreytileika á einni síðu! Haldið áfram með snilldar blogg :)

  17. Bjarkey

    9. August 2013

    Mér finnst þið sæt og skemmtileg og þið gerið daginn minn líflegri. Til hamingju með daginn elsku þið xx :)

  18. Berta

    9. August 2013

    Uppáhaldsbloggið mitt innilega til hamingju og áfram þið. Verð að segja það sem stóð upp úr á þessu ári á þessu bloggi var 30daga eða 15 daga blogg áskorunin þín það var geðveikt að fylgjast með því vona þú takir annað svona sesson :)

  19. Stella

    9. August 2013

    Ég er blogg sjúk og kem hér við oft á dag og búin að gera það núna daglega í ár og um klárlega halda því áfram!

    Til hamingju með 1. árið á þessari snilldar síðu!

  20. Stella

    9. August 2013

    Ég er blogg sjúk og kem hér við oft á dag og er búin að gera það daglega í heilt ár, á klárlega eftir að halda því áfram!

    Til hamingju með 1. árið með snilldar síðu!