Ég fer í klippingu einu sinni á ári, nánast alltaf þegar ég heimsæki Ísland. Var samt eiginlega hætt við í síðustu heimsókn þegar ég sá að Trendsystir mín var búin að klippa sig, ég er nefnilega þessi týpa sem vill aldrei vera ”eins” skrýtna stelpa! En Theodóra snilli sem sat hliðinná mér allan daginn á RFF, bauðst til þess að klippa mig heima hjá sér (Hárið mitt var greinilega það illa statt og slitið) og ég gat ekki neitað svo góðu boði þannig að ég kíkti til hennar á sunnudagskvöldið og hárið fékk að fjúka!!
Hárið á uppáhalds Alexa Chung er búið að vera innblástur hjá mér í mörg ár og þau fáu skipti sem ég fer í klippingu hugsa ég með mér -Jæja nú geri ég eitthvað svipað en hætti alltaf við á síðustu stundu. En nú, ótrúlegt en satt, sit ég hér með mjög svipað hár en þó mína eigin útgáfu því að það er ekkert gaman í því að vera alveg ”eins”.
Ég set inn mynd umleið og ég vakna til lífsins eftir kreisí ferð til Íslands. Mér finnst líka gaman hvað við Trendgengið erum samrýndar í þessu, það er nú bara þannig að umhverfið manns gefur manni innblástur og kjark, jafnvel bara þetta litla&ómerkilega eins og að klippa á sér hárið!
..
I just did the unthinkable, chopped off my hair right before I left Iceland. Now me and favorite Alexa chung got a little something in common. Pics coming up soon!
PS
Skrifa Innlegg