fbpx

Pattra S.

GULRÓTASÚPA / UPPSKRIFT

a la Pattra

Fyrr í vikunni bjó ég til gulrótasúpu í fyrsta sinn og það tókst líka svona vel að ég verð að skella henni hingað inn. Hún var algjörlega gerð af fingrum fram en ég er eiginlega orðinn atvinnumaður í því, rjúkandi góð súpa á haustdegi.

SONY DSC

Hráefnið:

  • Gulrætur (notaði heilan svona poka fyrir 4 manns)
  • Steinselja
  • Laukur & Hvítlaukur
  • 1 dós af kókosmjólk
  • 1 dós af tómatpuré
  • 1 ferna af grænmetisdjúsi
  • Chilí eftir smekk
  • Kókósolía til steikingar
  • Worcestershire sósa + krydd eftir smekk

SONY DSC

 Ég byrja á því að steikja lauk, hvítlauk og chilí upp úr kókosolíu svo þegar mixið er farið að taka smá lit þá bæti ég gulrótunum(sem ég var búin að skera niður) út í pottinn og malla þetta þangað til að gulræturnar eru farnar að mýkjast verulega. Muna eftir kryddinu, en þarna setti ég handfylli af steinselju út í, dass af Worcestershire sósunni. Einnig setti ég þurkkað basíl, salt&pipar og paprika duft.

PicMonkey Collages

Því næst er mixið sett í matvinnsluvél og maukað niður og þá er handavinnan svona meira&minna búin. Eftir það fer allt saman bara aftur í pottinn svo hræri ég tómatspuré út í og bæti síðan grænmetisdjúsnum við ásamt kókosmjólkinni þar á eftir, einnig gott að setja smá vatn ef súpan er of þykk fyrir ykkar smekk. Svo er það bara að láta súpuna aðeins malla(og bæta við kryddi ef þarf) þar til hún er klár. Þetta er vissulega smá handavinna og tekur alveg sinn tíma en vel þess virði.

SONY DSCSONY DSC

Hún var meira að segja aðeins betri daginn eftir sem hádegisverður og gæddi ég á henni með bestu lyst. Ég gerði hana svolítið sterka en þetta er auðvitað bara smekksatriði, mér finnst allt betra með extra chilí! Sennilega er það uppruna mínum að þakka. Matargestir dagsins voru allavegana alsæl með sterka gulrótasúpu og heilhveitis hvítlauksbrauð.

Hingað til hafa matarpóstarnir mínir fengið mjög góða viðtöku en þá er ennþá ánægjulegra að deila þessu með ykkur. Vonandi næ ég að vera svona nokkurn veginn skiljanleg en endilega komið með feedback og bon appetit!

..

I made this super delicious spicy carrot soup earlier this week, chili is awesome on just about eveything.

PATTRA

VINNINGSHAFAR DAGSINS #TRENDJOE

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Annetta

    23. October 2013

    mmmm hollt og gott. Þessi lítur vel út :) x

  2. Berta

    24. October 2013

    Girnileg

  3. Hófí

    24. October 2013

    Enn ótrúlega girnilegt! Ég hlakka til að prófa :)

  4. Sigríður Bjarnadóttir

    24. October 2013

    Þetta er girnilegt að sjá.

  5. Pingback: Purple Hamburg | it's raining flamingos & foxes