Halló halló góða kvöldið það er heldur betur kominn tími á matarpóst Pöttru! Ég var búin að hugsa um að útbúa laxaborgara í margar vikur áður en ég kom því loksins í framkvæmd í síðustu viku. Uppskriftina bjó ég algjörlega til upp á eigin spýtum en það er auðvelt að henda í einn svona gourmet borgara sem þú getur notið með góðri samvisku. Við hjúin gúffuðum í okkur með bestu lyst og þessi réttur er klárlega kominn til að vera á okkar heimili!
Laxabitar(keypti frosin fillet, 4x í pakka) ég mixaði saman marineringu eldsnöggt /ostrusósu – limesafa – sesamfræ – sesam olíu – engiferduft – cayenne pipar – hvítlauks hafsalt / Sennilega væri það ekki verra að láta þetta marinerast í nokkrar klst en ég var að flýta mér svo að ég rétt hrærði þessu saman. Síðan eru bitarnir steiktir upp úr kokosolíu í nokkrar mínútur á hvora hlið eða þar til þeir eru tilbúnir.
Þá er bara ekkert eftir að gera nema hlaða á borgarann en ég var búin að ímynda mér að það yrði gott að setja kotasælu og sweet chilli sósu sem dressingu en ég átti hvítlauks aioli inn í ísskáp þannig að ég smurði brauðin með því líka. Hendið grænu gumsi á og voila!!
Þetta er bara rosalega gott og fljótlegt OG það er fiskur í þessu, næst ætla ég að baka brauðið sjálf.. Endilega látið í ykkur heyra ef þið ákveðið að prófa, ávallt gaman að heyra hvernig til tekst og þykir afar vænt um ykkar feedback!
..
I have been wanting to make a salmonburger for weeks, just couldn’t get it out of my head. So last week, I finally made up a recipe, super easy and great dish that you can enjoy without guilt! I mixed together ouster sauce – lime juice – sesame seeds/oil – cayenne pepper – garlic salt – ginger powder – probably would be good to let the salmon fillet marinade in the mix for couple of hours but I was in a hurry so I just tossed it together. Then I panfried the fillet for a couple of minutes each side and that’s about it. The only thing left to do is to stack the burger but I had this idea that cottage cheese and sweet chili sauce as a dressing would be awesome together and I wasn’t wrong! Finnish with some greens and bon appetit!
PATTRA
Skrifa Innlegg