fbpx

Pattra S.

FACE OFF.. Góða nótt!

Inspiration of the day

  Ætla að taka þátt í þessari skemmtilegu færslu sem Erna Hrund birti fyrr í kvöld en ég var rétt í þessu að þrífa á mér smettið og ákvað að smella af mér einni au naturale mynd. Nú rita ég héðan úr rúminu þar sem einn herramaður steinsefur mér við hlið, bölvuð náttugla!

SONY DSC

Það er ósköp ferskandi að vera án make up og ég dýrka tilfinninguna þegar maður er nýbúin hreinsa af sér allt gumsið. Hins vegar dýrka ég ekki litlu hárin á enninu mínu sem ég virðist vera búin að skarta síðan ég man eftir mér, er það eðlilegt? Vex þetta ekkert? Svo er líka mjög fyndið hvernig ég hef aldrei getað fengið lit í andlitið fyrir utan á enninu! Munurinn sést extra vel þegar ég er ómáluð, og á sumrin.. þá verður þetta ástand fyrst skemmtilegt. Ég er með stóra holu vinstra megin á kinnbeininu eftir stefnimót við hlaupabólur sem barn, hef svolítið gaman af henni. JÁ -að læra að meta sína ”galla” er voðalega gott. Ég virðist heldur ekki vera með augnhár til þess að hrópa húrra fyrir, en það er svo sem ekkert lífsnauðsynlegt.

En ég er glöð yfir því að vera með fína húð, ég forðast því að nota of sterkt andlitskrem og einblíni á það að gefa húðinni góðan raka því hún á það til að verða þurr. Fyrir svefninn nota ég af og til Midnight Recovery andlitsolíu frá Khiel’s og er að fíla hana ótrúlega vel, því eiturefna minna því betra og Khiel’s er að gera góða hluti(án þess þó að vera sjóuð í þessum málum, langt í frá) Ég kaupi nánast aldrei sama kremið en hef lesið einhvern staðar að það sé gott fyrir húðina að verða ekki háð einhverju sérstöku.

Jæja, þetta átti að vera stuttur póstur en nú er ég búin að röfla fyrir allan peninginn. Verð að viðurkenna að ég hlóð fyrst inn myndinni sem ég var aðeins búin að fikta í lýsingunni og litnum til þess að gera hana örlítið fínni en snarhætti við og setti inn upprunalegu myndina. Annars væri nú lítill tilgangur með þessu.

Góða nótt.

..

Just my au naturale self on the way to bed(It’s waaay too late!!) I love to feeling when you just washed all make up off your face, so freaking fresh. I’ve never really been a big beauty routine kind of girl just depends on the mood. But I have mad sure I never use a face cream that is too strong, instead I focus on a good hydration cause I skin tends to get dry. Have been using Khiel’s Midnight Recovery face oil from time to time before bed and really liking it. I rarely buy the same cream twice and like to change it up. I read somewhere that you shouldn’t let your skin get used to anything special so I guess I’m going with that.

Gotta hit the sack, a very good night from the night owl.

PATTRA

 

JÁKVÆÐNI Í JANÚAR..

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Fatou

    4. February 2014

    Þú ert alltaf fine – með eða án farða :)

  2. Elfa

    4. February 2014

    Æji þú þarna sæta snót!

  3. Kristjana

    4. February 2014

    Ekkert smá falleg húð :) Er með svipuð hár og þau vaxa ekki neitt! Ég tjóðra þau með glærum maskara :)

    • Rut R.

      10. February 2014

      úúú…. stel þessu ráði takk :)

  4. Manga

    4. February 2014

    Fallega stúlka

  5. Hrefna Björg

    4. February 2014

    Þú ert alveg gullfalleg!

  6. Steinunn

    5. February 2014

    Þú ert mjög fín og sæt svona! Allir að hætta að mála sig, það er kúl tíska!