Þetta hélt ég að aldrei nokkurn tímann myndi gerast. Að mig langaði í kött (!) Ég hef alltaf verið mikil hundamanneskja og það hvarflaði aldrei að mér að eignast kött fyrr en nú. Það er merkilegt hvað við maðurinn minn erum búin að liggja mikið yfir kisu mynböndum á youtube, eiginlega bara hálfvandræðalegt. Nú erum búin að ganga það langt að við erum að fara að skoða þessa Exotic kettlinga um helgina..
Nei ég meina, hversu hryllilega sætir? Exotic kettir eru komnir af Persian köttum og eru þeir líkir í skapgerð og heilsu. Það kemur nefnilega skemmtilega á óvart að þeir líkjast hundum býsna mikið í skapgerð en þeir eru háðari eigendum sínum en aðrar tegundir, hata að vera einir ásamt því að vera afar ástríkir&kúrgjarnir sem mér líkar svo vel við. Þeim semur vel við önnur dýr og eru fullkomin innigæludýr. Nú er það bara spurningin hvort að við hjónin verðum kattareigendur eftir helgina en ég tek það fram að við erum búin að vera í hunda hugleiðingum í mörg ár. En gætuð þið staðist þessi krúttuðu andlit?
Við erum ömurleg að hugsa um plönturnar okkar en þetta er ekki alveg það sama, er það nokkuð..
..
This I thought would never happen. That I would want a cat (!) I’ve always been a major dog person but lately me and my other half have been watching kitties video on youtube like crazies, shockingly often. We are actually so obsessed that this weekend we are going to visit these Exotic kitties. I mean, how ridiculously cute can you be?
PATTRA
Skrifa Innlegg