fbpx

Pattra S.

EXOTIC CAT

Longing for

Þetta hélt ég að aldrei nokkurn tímann myndi gerast. Að mig langaði í kött (!) Ég hef alltaf verið mikil hundamanneskja og það hvarflaði aldrei að mér að eignast kött fyrr en nú. Það er merkilegt hvað við maðurinn minn erum búin að liggja mikið yfir kisu mynböndum á youtube, eiginlega bara hálfvandræðalegt. Nú erum búin að ganga það langt að við erum að fara að skoða þessa Exotic kettlinga um helgina..

Nei ég meina, hversu hryllilega sætir? Exotic kettir eru komnir af Persian köttum og eru þeir líkir í skapgerð og heilsu. Það kemur nefnilega skemmtilega á óvart að þeir líkjast hundum býsna mikið í skapgerð en þeir eru háðari eigendum sínum en aðrar tegundir, hata að vera einir ásamt því að vera afar ástríkir&kúrgjarnir sem mér líkar svo vel við. Þeim semur vel við önnur dýr og eru fullkomin innigæludýr. Nú er það bara spurningin hvort að við hjónin verðum kattareigendur eftir helgina en ég tek það fram að við erum búin að vera í hunda hugleiðingum í mörg ár. En gætuð þið staðist þessi krúttuðu andlit?

Við erum ömurleg að hugsa um plönturnar okkar en þetta er ekki alveg það sama, er það nokkuð..

..

This I thought would never happen. That I would want a cat (!) I’ve always been a major dog person but lately me and my other half have been watching kitties video on youtube like crazies, shockingly often. We are actually so obsessed that this weekend we are going to visit these Exotic kitties. I mean, how ridiculously cute can you be?

PATTRA

UPPÁHALDS Á ÁRINU

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    29. August 2013

    JÁÁÁ líst vel á þig:) Æðislega falleg tegund, en vá hvað það kom mér samt á óvart hvað það er mikil vinna að vera með kettling úfff… þetta er bara eins og krakki haha

    • Pattra's

      29. August 2013

      Nei, HAA. Passar þetta sig ekki sjálft?! :O
      Ég þarf að skoða þetta vel&vandlega..
      haha

  2. Þórhildur Þorkels

    29. August 2013

    Haha ánægð með þig!

  3. Erla Vinsý.

    30. August 2013

    Vá hvað þeir eru sætir!!!

  4. Hildur

    30. August 2013

    Ég er með tvo ketti, þau eru unglingar núna, og mér finnst þetta ekkert það mikið mál. Það er svolítið erfitt að kenna þeim að stökkva ekki upp á hitt og þetta og klóra ekki í sum húsgögn, en það kemur með tímanum. En það er sko bara æðislegt að eiga kött og kúra með þeim :D

  5. Reykjavík Fashion Journal

    30. August 2013

    Aaaa ég bilast hvað þeir eru sætir! En þú þarft svona aðeins að passa þá fyrst en svo verða þeir alveg sjálfstæðir – Mían mín er ótrúlega sjálfstæð hún hefur verið það síðan hún var pínu pons – núna er hún 4 ára :)

  6. Pattra's

    30. August 2013

    Við nefnilega gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta verður mikil vinna, sérstaklega þegar þeir eru svona litlir. Þó vissulega eru kettir sjálfstæðari en hundar, þess vegna erum við ekki enn komin með hund eftir öll þessi ár.

    Erfitt að eiga gæludýr þegar við erum alltaf að flytja og ferðumst frekar mikið. Kanski ætti maður að bíða þangað til maður kemst á aldur en ég veit bara að þetta á eftir að gefa okkur svo mikið ;)

  7. Elísabet Gunnars

    30. August 2013

    Hahhaha – ég hef fulla trú á ykkur ! Þetta er ekki það sama og að hugsa um plöntur. Held ég. :*

  8. Hanna Lea

    30. August 2013

    Kötturinn minn er 13 ára, er búin að eiga hann síðan ég var 8ára (er 21árs). Hann er eins og bróðir minn því við ólumst upp saman. Hann dýrkar mig og ég hann. Mæli alveg rosalega með því að fá sér kött, mikið þægilegra en að eiga hund (held ég). Þegar ég var yngri fórum við til Danmerkur í 2vikur, skildum köttinn eftir, með opin glugga þannig hann kæmist inn og út og fullt af skálum með kattarmat. Hann lifði þetta af tvisvar enda rosalega sjálfstæður. Efast um að maður gæti gert þetta með hund. Kettir eru geta verið erfiðir sem kettlingar en ótrúlega góðir og ljúfir þegar þeir eldast.

    Vona að þessi reynsla mín hjálpi þér eitthvað með ákvörðunina ;)

    • Pattra's

      30. August 2013

      Takk æðislega fyrir að deila þessu með mér!! Ég er ekki frá því að mig langi örlítið meira í kisu núna.
      Hlakka til að heimsækja þessar sætu verur og þá kemur eflaust fljótlega í ljós hversu mikið við viljum kött.

  9. Halla

    1. September 2013

    Ætlar þú að hætta að ferðast?.

    • Pattra's

      1. September 2013

      Nei auðvitað ekki :) En við hjúin erum mikið í því að fara í spontaneous ferðir sem gengur ekki alveg upp ef við fáum okkur gæludýr. Þá þarf bara að skipuleggja sig betur!